Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 100
100
Bjömstjerne Björnson og Jón Sigurðsson
lega eigi hægt að fullyrða, að um stofnun annarar prent-
smiðju mundi verða neitað hverjum sem væri, en pað
mun vera efasamt, hvort leyfið yrði veitt á meðan tölu-
verður móður er í mönnum á íslandi, eins og nú um
stundir, á móti dönsku stjórninni. Jeg fyrir mitt leyti
get eigi heldur talið stofnun nýrrar prentsmiðju neina
lífsnauðsyn, en jeg ætla að menn fyrst um sinn geti
komist af með pað, sem peir hafa, einkum ef hægt væri
að reka prentsmiðju pá, sem er á Akureyri, með meiri
krafti. Þar er föst stjórnarnefnd og nokkrir menn, sem
hafa töluverða pekkingu á að reka prentsmiðju og prent-
aravinnu. Ef ný (priðja) prentsmiðja væri sett á stofn á
Suðurlandi, mundi vera erfitt nú sem stendur að fá dug-
lega stjórn og duglega verkamenn. Án pessa mundi
prentsmiðja varla verða til mikils gagns, pótt hún með
sæmilega duglegri stjórn gæti staðist samkeppni.
2. Eftir minni skoðun mundi pað vera ótímabært
að senda út boðsbrjef til pess að koma nýrri prentsmiðju
á fót. Aftur á móti álít jeg pað mjög gagnlegt, ef hægt
væri að útvega prentsmiðjunni á Akureyri meira fje til
reksturs.
3. Undir öllum kringumstæðum held jeg að yfir-
dómari Sveinsson muni ekki vera hinn rjetti maður til að
veita prentsmiðju forstöðu, eða til pess að koma slíkri
stofnun á fót. Hið sama er að segja um Jón Ólafsson.
En af pví að mjer finst brjef yðar og öll framkoma
yðar bera vitni um einlægan bróðurhug til vor og ósk
um að vinna íslandi gagn, leyfi jeg mjer að segja yður
pað, að á síðasta alpingi 1871 stofnaði meiri hluti ping-
manna fjelag til pess að vinna að velferð íslands, bæði
með tilliti til stjórnmála, pjóðernis og efnahags. Vjer
sampyktum lög til bráðabirgðar, en ákváðum líka að vje
skyldum ekki koma fram opinberlega fyr en vjer værum
vissir um að geta unnið hluttöku pjóðar vorrar. Nu"