Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 116
116
Bækur
1280, annað á að ná til 1500 og hið þriðja til 1640. E>á
tekur við ungur sagnfræðingur Sverre Steen. Hann á
einnig að rita f>rjú bindi; á hið fyrsta að ná til 1720,
annað til 1770 og hið priðja til 1814. Prófessor Bull
hefur ritstjórn sögu pessarar á hendi.
Hvert bindi á að vera rúmlega 400 bls. og í hverju
þeirra 150 til 200 myndir. E>ær velja tveir menn, dr.
HenrikGrevenor og mag. art. Arne Nygaard Nils-
sen, sem eru sjerstaklega kunnir öllu því, sem getur
komið til greina í peim efnum.
Verðið er 6 kr. bindið óbundið, en 9. kr. innb. með
kálfskinni á kili og hornum.
Haakon Shetelig, Old og heltetid, Gyldendal norsk
forlag, Oslo 1928. 155 bls. 8.
A. W. Brögger, Gamle emigranter, Gyldendal norsk
forlag. Oslo 1928. 145 bls. 8.
Höfundar rita pessara eru hinir fremstu fornfræðing-
ar, sem nú eru uppi í Noregi. Haakon Shetelig er fædd-
ur 1877 og hefur verið fornmenjavörður við Björgynjar-
safnið (Bergens museum) síðan 1901 og prófessor síð-
an 1915.
A. W. Brögger er sonur hins heimsfræga jarðfræð-
ings W. C. Bröggers og fæddur 1884. Hann var fyrst í
fjögur ár safnvörður í Stafangri, en 1913 fjekk hann
embætti við fornmenjasafnið í Osló og varð tveim árum
síðar stjórnandi pess og prófessor í fornfræði við há-
skólann.
Báðir hafa þeir unnið fjarska mikið fyrir söfn pau,
sem peir eru fyrir, aukið pau stórkostlega og komið peim
betur fyrir en áður var. Líka hafa þeir gert miklar forn-
leifarannsóknir, grafið upp rústir og „gengið í hauga“ og
fundið afarmarga fornmuni. Prófessor Shetelig hefur
einkum rannsakað vesturland Noregs, en prófessor Brögger
braut haug Bjarnar konungs farmanns og aðra konunga-
hauga á Vestfold. Báðir hafa peir ritað mikið, bæði rit-
gjörðir í ýms fornfræðistímarit og sjerstök rit um rann-
sóknir sínar og um efni úr forsögu Noregs. E>ó hefur
prófessor Shetelig einkum ritað um fornsögu vestur-
landsins, en stærsta rit prófessors Bröggers er um fund-
inn fræga í Oseberg. Um pann fund á að gefa út fimm