Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 87
Brjefaviðskifti
87
sonar og Noregs sögu, hefur sagt mjer, að hann viti
ekki hver hafi ritað hana. Dað er pví mjög óvíst, hvort
pað verður nokkurn tíma kunnugt. Hitt er vfst, að hún
var rituð í Noregi og er eftir Norðmann. Höfundurinn
hefur verið kunnur Noregs sögu og íslands á eldri tím-
um. Að pví er síðari aldirnar snertir hefur hann stuðst
við þær pýðingar, sem dómsmálaráðuneytið gaf út, og
þau rit, sem Jón Sigurðsson benti Björnson á, þar á
meðal ritgjörð eftir Konrad Maurer.
Ritgjörðin byrjar á landnámi íslands og segir, að
pað sje bygt eingöngu frá Noregi, en ekki líka frá Dan-
mörku og Svípjóð, eins og Danir segi. Síðan er skýrt
frá aðalatriðunum í stjórnarfarssögu íslands, verslunar-
sögu pess og deilu um stjórnfrelsi pess. Björnson ætl-
aði að láta par koma sögu stjórnarskipunarmálsins fram
til pess dags, er Lehmann lagði pað fyrir landspingið,
en 16. júlí 1870 hætti ritgjörðin að koma út; var í síð-
ustu greininni skýrt frá undirbúningi íslendinga undir
pjóðfundinn 1851 og að stjórnin hefði pá sent 25 her-
menn til íslands. E>að var ellefta greinin, er pá kom út,
og stóð „meira“ undir henni. En áður en næsta tölu-
blað af „Norsk Folkeblad“ kom út 23. júlí, hófst striðið
milli Frakka og Þjóðverja; er í pví grein, sem heitir
„Driðja slesvíkska stríðið“. Hún var eftir Björnson pótt
hún væri nafnlaus. Bæði hann og margir aðrir hjeldu
pá, að Danir mundu ganga í lið með Frökkum til pess
að vinna Slesvík aftur. Ef svo færi, fanst honum sjálf-
sagt að Norðmenn og Svíar veittu peim lið. Hann taldi
Slesvíkur málið sameiginlegt málefni Norðurlanda, og að
Norðurlönd mistu par 200000 manna, en ekki Danir
einir. Hann leit líkt á petta eins og stjórnfrelsi íslands.
Björnson gaf sig jafnan að mörgu. E>að parf pví
eigi að undra pótt hann ætlaði sjer ekki að taka fyr til
máls um stjórnfrelsi íslands, en ritgjörð pessi væri komin