Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 65
65
Björnstjerne Björnson og Jón Sigurðsson.
Brjefaviðskifti.
Árin 1870 og 1873 áttu peir Björnstjerne Björn-
son og Jón Sigurðsson í brjefaviðskiftum útaf fs-
lenskum málum. Viðskifti þeirra voru pó eigi mikil; ein
sjö brjef hafa fundist; má vera að einhver hafi týnst, en
hitt er þó eins líklegt, að þau hafi eigi verið fleiri, og
að J. S. hafi eigi svarað priðja brjefi B. B.
Brjef B. B. eru nú meðal brjefa Jóns Sigurðssonar f
söfnunum í Reykjavík. Dar er og uppkast að brjefi Jóns
21. apríl 1873.
Brjef J. S. eru hjá prófessor Halvdan Koht f Osló.
Ekkja B. B., frú Karoline Björnson, gaf honum full for-
ráð yfir öllum brjefunum. Prófessor Koht hefur og gefið
út úrval úr hinum elstu brjefum Björnsonar. Pað eru
tvenn brjefasöfn, hvort tvö bindi; heitir hið fyrra „Gro-tid“
(Kristiania 1912), og eru í pví brjef frá árunum 1857 —
1870, proskaárum B. B. Hitt safnið kallar Koht „Bryt-
nings-ár“ (Umbrotaár), (Kristiania 1921). í pvf eru brjef
frá átta hinum næstu árum (1871 —1878). Hvort safnið
hefst með ágætum inngangi eftir útgefandann um Björn-
stjerne Björnson.
í söfn pessi eru að eins tekin brjef frá Björnstjerne
Björnson. Prjú fyrstu brjef hans til Jóns Sigurðssonar
hefðu átt að koma út í 2. bindi fyrra safnsins, en pá
mundi útgefandinn eigi eftir peim. í innganginum fyrir
síðara safninu hefur hann skýrt frá áhuga B. B. á stjórn-
frelsismáli íslands, í sambandi við hina svokölluðu
merkjadeilu, er sfðar mun nefnd.
Um pað leyti sem sfðara safnið kom út, gaf prófess-
Xrsrit Fræðafjelagsins X 5