Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 41
Æfisaga
41
breiðslu pessa ótætis sjúkdóms. Nokkru síðar eftir ferð
útí Vestmanneyjar lagðist hann í gigtfeber á Hlíðarenda
frá 19da til 29da júní, og [bjó] að pví lengi fram á haust.
Sumarið eftir, 1812, kom Sveinn ennpá í kunnings-
skap við Dr. Holland, er hingað til lands ferðaðist pá
frá Edínaborg í Skotlandi, og sendi Sveini sfðar um
haustið sína doktordisput[at]s: de morbis Islandiæ. Sumarið
1813 ferðaðist Sveinn enn pá í steina eður mineral-safn
fyrir Castenschiold, er hjer var pá stiftamtmaður, austur
alt á Hjerað í Norður-Múlasýslu; var hann í peirri ferð
frá 29da júní til 26ta ágúst. Sama sumar reistu peir hjer
um Scheel og Frisak til hafnamælingar; en sumarið 1814
Rask og prestur Ebenezer Henderson frá Skotlandi, og
skrifuðust pessir nokkrum sinnum síðar á við Svein.
Qaf hann hinum síðara afskrift af ritlingi sínum um pá
íslensku jökla ritaða á danska tungu, og gekk pað sum-
arið 1815 gegnum Geirs biskups Vídalíns hendur, sem
og var í góðum kunningsskap við Henderson. Á sínum
fyrri reisuárum hafði Sveinn fundið í einstökum kletti,
rjett við bæinn á Seljalandi við Eyjafjöll, rara og fallega,
hjer áður ófundna urt, sem hann ekki pekti utan af
kyns nafninu, að pað var tegund ein af Rosa. Prófessor
Hornemann, pá grasakennari í Höfn, hafði sjeð hana f
áðursendu grasasafni hans til náttúrufjelagsins, og að pað
var svonefnd Rosa hibernica,1) og óskaði petta sumar
nokkuð af henni, sem og skeði. Ekki hjelt Sveinn
kyrru fyrir, heldur en vant var, petta sumar. í júni mán-
uði var hans vitjað austan úr Djúpavogi, og hann í
peirri ferð yfir hálfan mánuð; fekk hann pað, sem vant
var, vel borgað af Stephensen kaupmanni. Seinast í
!) Svo virðist sem þessi fagra urt sanni það, er sögur vorar
votta: Að Irar hafi hjer bólfestu haft, áður en landið bygðist af
norrænum mönnum, og að þeir hafi plantað hana sjer til skemt-
unar t þessum einstaka kletti hjá Seljalandi, sem þá llklega hefir
verið eitt af býlum þeirra.