Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 73
Brjefaviðskifti
73
nafni hans uppi um aldur og æfi. E>ó er sjálfsagt að
spyrja ísland fyrst ráða með atkvæðagreiðslu".
Qrein pessi vakti athygli í Danmörku. „Dagblaðið“
danska sagði, að hún lýsti almennum vilja Norðmanna
til pess að kasta eign sinni á ísland. Detta var rang-
færsla; í greininni er talað um að semja við Datii og
leita fyrst sampykkis íslendinga. Jónas Lie getur um
petta 26. febrúar í „Norsk Folkeblad" í grein um inni-
hald Norðurlandablaða. Hann kveðst ekki skilja hvaða
gagn Danir hafi af pví, að neita íslendingum um pá
stjórnarskipun, sem peir óski. Aðalatriðið sje að Dan-
mörk snúist pannig við samúð íslendinga og hagsmun-
um, að peir finni að peir hafi gagn af pví. Ef peir geri
pað, munu peir halda íslandi, en annars ekki.
Lie minnist pá líka á grein, sem Carl Ploug birti í
blaði sínu, Föðurlandinu, 5. febrúar 1870. Ploug hafði
sagt par, að svo gæti farið, að óánægjuandi íslendinga
gjörði Dani svo preytta og leiða á pví að telja ísland
hluta danska ríkisins, að peir reyni á friðsamlegan og
hagsælan hátt að losna við eign pessa, er sje peim
að eins til kostnaðar og ópæginda. Lie segir að nafn
Carls Plougs sje trygging fyrir pvi, að pað geti eigi verið
tilætlunin að selja ísland til útlendinga, — menn selja
nl. eigi neinn blett af norrænu landi, — pað geti pvi
varla verið annað en Noregur, sem Ploug eigi hjer við.
Ef Danir óski að losna við hin erfiðu forráð íslands,
muni Noregur að líkindum ávalt vera fús til pess að taka
við peim og láta ísland fá pá stjórnarskipun, sem íslend-
ingar óski nú að fá'hjá Dönum, og fyrst um sinn ár*
legt tillag úr rfkissjóði til viðbótar við fjárhag peirra.
í næsta blaði, 5. mars 1870, fór Björnstjerne
Björnson sjálfur af stað, og ritaði pá grein, er hann
kallar ísland og Noreg. Hún hefst svo: