Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 67
Brjefaviðskifti
67
Orð þessi benda ekki á, að Björnson hafi fallið vel
við þá íslendinga, sem hann hitti í Kaupmannahöfn,
nema pví að eins að hann hafi sagt petta til að benda
Ploug á, að ekki væri eftirsjá að íslandi.
í nóvember 1860 kyntist Bjstj. Björnson Hilmari
Finsen, borgmeistara í Sönderborg á Suður-Jótlandi.
Finsen bauð pá konu hans að vera hjá sjer um veturinn
með Björn son peirra, er maður hennar fór suður til
Róms; hófst pá sú vinátta með peim, er hjelst alla æfi,
og skrifuðust peir á við og við.
Vorið 1865 varð Finsen stiftamtmaður á íslandi.
Haustið 1867 dvaldi Björnson um hríð í Kaupmanna-
höfn. Dá ritaði hann 16. sept. Finsen brjef. Er svo að
sjá af upphafi pess, að pað sje fyrsta brjefið, sem hann
ritaði honutn til íslands. Meðal annars segir Björnson
pað hafi glatt sig að sjá tilraunir hans til pess að tryggja
framtíð pess lands, sem hann stjórni, og biður hann um
nánari frjettir um pað, helst frá honum sjálfum. Síðar
segir hann í sama brjefi:
„Dað, sem prentað hefur verið um ástandið á íslandi,
ber að líkindum vitni um að umboðsstjórn Dana hafi
verið mjög ábótavant; en pað ber líka vitni um svo mik-
inn íslenskan mótpróa og heimskulega pverúð, að pað er
gott að íslendingar á svo frábæran hátt eiga sjálfa sig
fyrir vini; pví nú eiga peir víst enga aðra, hafi peir átt
pá. Auk pess hlýtur hver maður að undrast, hve íslend-
ingar hafa haft lítinn skilning á að vinna fyrir sjálfa sig
bæði fyrrum og nú. Hina sömu blindu eigingirni, sem
peir sýna nú Danmörku, hljóta peir að hafa sýnt fyr, og
sýna nú hver gagnvart öðrum og allir gegn öllu. Hefðu
peir sanna ættjarðarásí, pá hefðu peir nú staðið betur að
vígi, og pá ynnu peir nú sjálfir að sáttum og endurbót-
um. Djer eigið erfitt verk fyrir höndum, af pví pjer purfið
að eiga við harða og eigingjarna menn. Jeg verð að
5*