Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 29
Æfisaga
29
einhversstaðar, og batt hestana á streng um nóttina, viss
um að komast paðan lífs fram eður aftur. Hann víssi
tunglið, nær fyllingu, átti að ganga nokkuð hátt, vakti
so fram á nótt ef ske mætti svo glaðnaði til, að kenni-
leiti sæust svo, að maður vissi í hverja átt halda ætti,
hvað og skeði til allrar lukku, sást pá að Hofsjökull var
á vinstri, en Langijökull og Kjalhraun á hægri hlið, sem
vera bar. Um morguninn var komið sama dimmveður;
lögðu peir samt upp og hjeldu í áttina, en snjór var yfir
alt, og vissu peir ei fyrr til en alt var fast í svokallaðri
flá eður sökkvamýri, svo bera varð af öllum hestun-
um víst 200 faðma vegar til að komast á haldandi jörð;
gátu peir síðan haldið nokkuð áfram, pangað til sýndist
fara að halla undan fæti suður af. Mætti peim pá nokk-
uð hár fjallgarður, sem lá frá vinstri hönd suðvestur á
við, en hvergi sást til gatna; virtist peim að hryggur
pessi mundi vera sá svonefndi Skúti, vanalegur áfanga-
staður, lögðu uppyfir hann pað fyrsta peir gátu, og mætti
peim par jökulvatnsfall, yfir hvert peir lukkulega komust,
og tjölduðu par skamt frá, að peim virtist á graslendi.
Morguninn eftir sáust hvergi hestar peirra, datt mönnum
í hug peir mundu hafa haldið undan hallandi vestur á
við niður með jökulfallinu, og að ofsnemma mundi hafa
verið haldið yfir Skúta, sem og reyndist að satt var.
Hestarnir höfðu hitt á gott graslendi, og hjeldu peir síð-
an f sömu átt, og fundu veginn langt nokkuð norðar og
vestar en peir höfðu lagst, par var og pokulaust. Áður-
nefnt jökulvatn heyrðu peir síðar hjeti Jökulfall og rynni
í Hvítá, en hún kemur norðan úr Hvítárvatni við Langa-
jökul. Sveinn hjelt rjettum vegi hjeðan af, og komust
peir pað kvöld lukkulega að Hamarsholti, efsta bæ í
Ytra- eða Hrunamannahrepp. Daðan brugðu peir sjer í
Skálholt, hittu og heyrðu par prestvígslu af biskupi
Hannesi p. llta október. Paðan fóru peir daginn eftir