Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 37
Æfisaga
37
en varð að fara heim aftur sökum konu sinnar vanfærr-
ar; lagði af stað aftur að heiman 16. nóvembr.,1) kól nær
pví til skemda á leiðinni yfir Ólafsskarð, og tók sjer
vistarveru í gamla skólanum í Reykjavík, hjá páverandi
prorektor [varaskólastjóri], síðan presti og áður umgetn-
um góðkunningja sínum Quttormi Pálssyni, og varð hann
að smíða sjer pykkva trjesóla til að ganga á, sem daglega
kom par fyrir, til og frá um Nesin, suður í Hafnarfjörð,
uppí Mosfellssveit o. s. frv. Hann varð og eftir nýjárið
að vitja heim aftur til konu sinnar; lagði af stað gang-
andi, par hvergi var hest að fá, p. 26ta janúar 1804 ein-
samall, og komst pá lukkulega yfir fjallið og heim um
miðnætti eftir p. 29da janúar.
Suður lagði hann aftur, oftast til fóts, p. 24ða febr.
og komst p. 28da til Reykjavíkur, lagðist daginn eftir í pá
!) Færð og veðrátta var hin allrabesta, gaddfrost en logn
og heiðrfkjur og Ijettangur yfir alt, kom Sveinn með fylgdar-
manni, ríðandi báðir, að Vindheimum í Ölvesi um kvöldið fyrir
19da nóvember og þókti fylgjari sinn vera ófær að leggja á skarðið
um nóttina, þó gott og glatt væri veðrið. Kom þeim ásamt að
Sveinn hjeldi áfram, því tunglskin fór í hönd. Frost var þá
heima á Kotmúla 13°. pegar Sveinn kom uppí svonefndan Torf-
dal, syfjaði hann svo mjög, að hann gat ei áfram haldið, lagði
sig fyrir, en gáði ekki að taka niður taum hestsins, er hann
reið. Þegar góð stund er liðin, vaknar Sveinn við að hestur-
inn hneggjar, en stendur f sömu sporum, tunglib nýkomið upp,
og leggur Sveinn sig aftur, en vaknar nú ei fyrr en hesturinn
bítur i handlegg hans, og sjer nú að tunglið er nær þvi gengið
undir, ætlar að fara á bak, en getur f hvorugan fótinn stigið,
nær þó í tauminn og ístaðið, vegur sig svo upp og snýr tilbaka
niður að Vindheimum, lætur búa sjer rúm soleiðis að hann geti
haft báðar fætur sinn niðrf hverju keraldi með köldu vatni, sofn-
ar síðan; hafði hann í svefninum kipt öðrum fæti uppúr vatninu
og fann að þar var kal ó tveim tám. Vóru þeir einn dag um
kyrt og hjeldu siðan suður af. pannig má oft dást að og þreifa
á guðs varðveitslu, að hesturinn, annars styggur, stóð kyr og
vakti eigandann, sem ella hefði orbið þar allur.