Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 82
82
Björnstjerne Björnson og Jón Sigurðsson
IV. Annað brjef Jóns Sigurðssonar.
S. T. Kmhöfn 2/4 70.
Hr. Björnstjerne Björnson.
Hæstvirti vinur.
Dökk fyrir yðar heiðraða og hugðnæma (interessanta)
brjef frá 30. f. m. Ef ástandið á íslandi væri eins og á Finn-
mörk, pá gæti jeg gjarnan fallist á pað, sem pjer segið,
en hjer er um tvent ólíkt að ræða. Ástandið er öðru-
vísi. Vjer höfum norskt pjóðarskap, sem lætur sig ekki
uppá von og óvon, hvorki gagnvart Dönum eða gagn-
vart vorum kæru frændum í Noregi. Jeg er ekki hrædd-
ur við ofsafengan yfirgang úr Björnstjerne Björnson, pótt
hann sem skáld vel gæti fundið uppá pví að lofa oss
sólskini frelsisins á eftir prældómshríð, sem gæti orðið
allpung raun; en jeg sje vel, og veit, að pá fyrst er
nokkuð útlit til gagns af peirri leið, sem pjer leggið til,
ef menn fá annaðhvort áður tryggingu eða pá byrja á
peim endanum, sem næstur er hendi. Trygging er ekki
hægt að gefa fyrirfram, jeg veit pað, en pess vegna ræð
jeg líka til að fara hina leiðina. Dá mun vaxa upp pað
örugga traust, að Norðmenn sjeu oss í raun rjettri sem
bræður, og að peir hafi líka kraft til að styðja oss. Við
pað mundum vjer sjálfir smátt og smátt erfiða oss áfram,
og pað er hin einasta holla aðferð í pessu efni, ef vel á
að fara. Jeg fyrir mitt leyti hef að sjálfsögðu ekkert á
móti pví, að pjer snúið yður til annara til pess að fá at-
kvæðagreiðslu eins og nú stendur á, en jeg ræð yður til
að gæta að pví, að ef petta misheppnast, — eins og jeg
tel allvíst, pegar pað er gert svona út í bláinn — pá mun
málefni vort hljóta allmikið tjón af pví, með pví að Danir
munu eðlilega telja sjer pað til gildis. Aftur á móti mun
pað styðja mál vort miklu meira, ef pjer styðjið kröfur
vorar kröftuglega og haldið peim betur fram en jeg hef