Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 84
84
Björnstjerne Björnson og Jón Sigurðsson
pað ekki, pað mun verða til sannrar og varanlegrar ham-
ingju. Dið megið gjarnan stela sel á meðan, ef vjer
getum ekki tekið f>átt í f>ví. Dessi pjófnaður varir að
eins pangað til selunum fækkar, svo að pað borgar sig
ekki að veiða pá. Svo fjölgar peim aftur, og f>á finnum
vjer pá einhverntíma líka. Ýmsir ætla að grænlenska
selnum fækki í fjörðum íslands sökum eyðileggingar sel-
veiðimannanna, en hins vegar eru menn sammála um,
að fiskiveiðarnar hafi vaxið eða rjettara sagt fiskisældin,
síðan selnum fækkaði, svo að vjer hörmum hann alls ekki.
Jeg sendi framhaldið af ritgjörð Maurers.
Yðar einlægur
Jón Sigurðsson.
V. Þriðia brjef Biörnsonar.
6. apríl 70.
Eftir brjefi yðar er jeg ekki alveg viss um, hvort
pjer beitið við mig klókindum eða pjer skiljið mig og
stefnu mína í raun og veru eigi til fulls í máli pessu.
Mjer stendur á sama hvort heldur er.
Jeg skil nauðsyn pess að pjer gerið hrein fjárhags-
skifti við Dani. Jeg skil, að pað er rangt hjá mjer, er
jeg notaði orðið „tillag1*1); jeg vissi hvað hjer lá undir
steini, en jeg valdi petta orð af pví pað var svo stutt, —
og pað var rangt. Jeg skil kröfu yðar og rjett til
sjálfstjórnar; jeg skil, að yður verður að vera trygð sjálf-
stjórn, áður en pjer farið að eiga við oss.
En: hið pýðingarmesta er hvorugt petta, hið pýðing-
armesta er pað, sem getur breytt íslandi úr aumu vesæld-
arlandi í mikið og framtíðarríkt land, — og mjer er
*) Björnson notaði orðið „Tilskud“ í grein sinni í „Norsk
Folkeblad" 5. mars.