Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 58
58
Arsfundur skal haldinn fyrir lok maímánaðar ár hvert. For-
seti skal þá leggja fram endurskoðaðan reikning fjelagsins und-
irritaðan af allri stjórn þess. Einnig skal forseti leggja fram
fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Endrarnær skal fundi halda, þá er
þörf er á, eða þegar J/3 fjelagsmanna óskar þess skriflega.
5. gr.
Hinn fasta sjóð fjelagsins má aldrei skerða. Hann skal auka
að minsta kosti með hálfum ársvöxtum sjóðsins. Ennfremur
skal leggja í hann árlega einn tíunda hluta þess, sem inn kem-
ur fyrir seldar bækur, og þær gjafir, er fjelaginu kunna að verða
gefnar, nema gefandi geri önnur ákvæði.
Fastasjóð fjelagsins og minningarsjóði skal ávaxta í hinum
öruggustu fjárvarðveislustofnunum, sem til eru í Kaupmanna-
höfn, og þar skal leggja haft á ("baandlægge") þá. J>á má
aldrei veðsetja.
6. gr.
Nú kann íslenskum fræði- og vísindamönnum í Danmörku
að fækka svo, að eigi verði eftir nema tveir menn í Hinu ís-
lenska fræðafjelagi; skulu þeir þá þegar skýra þeirri stofnun eða
þeim stofnunum, sem varðveita sjóði fjeiagsins, frá því, og gera
ráðstafanir til þess, að allar tekjur fjelagsins verði greiddar fasta-
sjóði þess, uns íslenskir mentamenn í Kaupmannahöfn verða
aftur færir um að halda fjelaginu áfram. Ef hlje verður á starf-
semi fjelagsins, skal fjárvarðveislustofnun fengin til þess að taka
að sjer stjórn á eignum fjelagsins ásamt umboðsmanni þess í
Kaupmannahöín, uns íslenskum fræðimönnum fjölgar aftur í
Danmörku, svo að þeir geti tekið upp störf fjelagsins að nýju,
og skulu þá prófessorinn í íslenskum fræðum við Kaup-
mannahafnar háskóla og formaður Arna Magnússonar nefndar-
innar, eða annar maður úr nefndinni, sem formaður velur til
þess í sinn stað, beðnir um að úrskurða, hvort þeir menn sjeu
færir til þess.
7. gr.
Lögum þessum má eigi breyta nema með samþykki alira
fjelagsmanna og ásamt yfirlýsingu prófessorsins í íslenskum
fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn um að breytingarnar
sjeu samkvæmar tilgangi fjelagsins.