Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 32
32
Sveinn Pálsson
verða, nema um eitt einstigi, og mundu þar settir vöku-
menn meðan að björt væri nótt á sumrin. Var og sögn
manna við Mývatn og á Möðrudal, að ókendir menn
sæktu höndlun norður í Húsavík; og fáum árum síðar
varð vart við á Kotferju við Djórsá, að ókendir menn
fóru par yfir suður, en ei varð vart við pá tilbaka,
pókti sem peir farið hefðu austur með jöklum.
IV. Gifting og læknisstörf. búskapur að Ysta Skála
og Kotmúla 1795—1809.
Nú var Sveini annaðhvort að gjöra, hrökka eða
stökka með fyrirætlan sína framvegis. Úti var með
lektoratið; sýslumaður rak á eftir um giftumálið, og
komið var í orð að fá eða reyna til að fá stiftað nýtt
kirurgikat í austurparti suðuramtsins, og ljet Sveinn leið-
ast til, alvanur að fela sig forlaganna herra.1)
Fór brúðkaup peirra Sveins og jfr. Dórunnar fram
að Hlíðarenda í Fljótshlíð, mestan hluta á kostnað sýslu-
manns og mágs hennar, p. 19da október 1795, á Sveins
33ja, en hennar 19da*) aldursári; ljetti pað ótrúlega lund-
erni Sveins, sem heldur var farið að pyngjast áður, og
varð samvera peirra, pó ólíkt væri í mörgu lundernið,
pað allra inndælasta hugsast kann hjer á jörðu. Svo bar
og undir Sveini til skemtunar pað haust, að tilmæli
komu til hans frá peim lærða og góða biskupi Dr.
Hannesi Finnssyni, að hann útlegði á íslenskt mál
!) Sveinn var líka búinn ab reyna pretti af stúlku, efnilegri
og ekki fátækri, við hverja honum varð vel síðasta vetur hans i
Hólaskóla; en þá hann tók fyrir sig að fara suður að Nesi, brá
hún vináttu við hann, eignaðist umkomulltinn prest 1 Fljótum,
sem ei varð langlifur. *) Svo hdr., en Sveinn var þá 33 ára.
og Þórunn varð 19 ára 16. mars það ár. Útg.