Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 35
Æfisaga
35
25 rd. hvor, og 16 rd. i frí medikamentum [meðulum]
frá Ness apóteki, til samans 66 rd., en engin frí jörð að
svo komnu, sem pó fylgdi enum eldri kirurgötum, og
pókti petta sára vesælt og ekki viðværilegt í svo stóru
og yfirferðarbágu distrikti, en pað endurbættist síðar.
Dennan vetur sneri Sveinn Faust’s Sundhedens Katekismus
[Spurningarkver heilbrigðinnar. Kaupmannahöfn 1803] á
íslensku að tilmælum amtmanns St. Thorarensens.
Strax um sumarið 1801 lá við að Sveinn yrði klagaður
fyrir oflanga burtuveru frá distrikti sínu; var hans enn
vitjað til landfógetainnu frú Finne í Reykjavík, en undir-
eins skikkaður af stiftamti til að standa fyrir úttekt á
Ness apóteki frá Magnúsi heitnum Ormssyni til apótekara
Guðbrands Vigfússen, og dróst pessi burtuvera Sveins í
fimm vikur. Mátti hann búast við pessu lengi vel sín
fyrstu embættisár, bæði suður og austur, og neyddu hans
litlu laun hann til að neita pví ekki, pegar pað bauðst.
Sumarið 1802 var hans tvisvar vitjað sunnan úr
Reykjavík til veikra, og í priðja sinni í október til biskups
Vídalíns, er lá í tvísýnu fótarmeini.1) Í pessari síðustu ferð
Þann 13da október varð Sveinn fyrir töluverðu óhappi og
skaða. Haust þetta var mjög óveðrasamt og gaddar svo miklir,
að lagði jafnvel stór vatnsföll, og harðindi víðast hvar milli
manna. Hann var í þessari ferð með lest sína suður til kaup-
staðar og tók uppá hana það hann gat ei nálgast um sumarið í
Reykjavík, ljet vinnumanninn fara undan sjer austur i samferð
með Jóni nokkrum Gunnlaugssyni, nágranna sínum; vóru þeir
svo grunnhygnir að leggja ríðandi útá pjórsá; var sagt að Jón
hefði ei fengið vinnumanninn, sem fór á undan, til að reyna ís-
inn; hann teymdi 4 áburðarhesta og vissi Jón ei fyrr til en að
hestur vinnumanns sökk fyrst, og svo hver af öðrum, er hann
teymdi utan sá seinasti, sem Jón gat náð til að skera aftan úr,
en sá þá að hinn hafði komist af hesti sínum upp á skörina lif-
andi. Hyldýpi var undir ísnum, svo alt hvarf strax. Misti Sveinn
þar H/g tunnu af sekkjamjöli með tvennum sekkjum, hálfa tunnu
ertur, hálfa tunnu bankabyggs, hestklyfjar af fiskæti og fjóra
3’