Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 7
7
Sveinn Pálsson
æfisaga.
I. Bernsku og æskuár.
Hann er fæddur í heim þennan ár 1762, p. 24ða
apríl mánaðar, sem pá bar uppá sunnudaginn fyrsta í
sumri, að Steinsstöðum í Tungusveit og Skagafirði, rjett
um dægramótin; var fyrsta hjónabandsbarn heiðurs og
dygðahjónanna par, Páls Sveinssonar prests í Goð-
dölum, nafnkends fjölsmiðs á peirri tíð, og Guðrúnar
Jónsdóttur, Eggertssonar í Hjeraðsdal, beggja jafn-
frægra.1) Var barn petta skírt sama dag í messunni að
Reykjum af Sr. Jóhanni Kristjánssyni að Mælifelli. Síðan
ólst Sveinn upp í foreldrahúsum, elskaður fyrir barna-
spekt og pekkur, einkum móður sinni, hver og heldur
ekkert sparði hönum til uppfræðingar í guðsótta og góð-
um siðum, pví hún var skörpustu gáfum gædd, marg-
fróð einkum i h[eilagri] skrift. Flesta helgidaga, er ei
var til kirkju farið, settist hún eftir húslesturinn uppí
rúm sitt og las par hátt fyrir börnum og hjúum góða
stund í biblíunni eitthvað, sem átti við daginn. Hún var
i) Sjá ættartölubrot þeirra aftan við nr.
(Ættartölubrot það, sem Sveinn Pálsson vísar hjer til, er hálf
ellefta bls. í svolitlu hefti í 8 bl. broti, þvf er tylt aftanvið æfi-
söguna. Þar er að eins föðurætt Sveins og engin númer, en lík-
lega hefur hann ætlað að bæta þeim við og móðurætt sinni, eins
og athugasemdin bendir á. Ættartalan er eigi prentuð hjer, af
því að hún á eigi heima í þessu riti. Ef ættartölubrot þetta er
eftir Svein, þá hefur hann ritað það á yngri árum. Rjettritunin
er eldri en á æiisögunni, og höndin önnur, en þó dálítið
svipuð. Útgef.).