Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 53
Æfisaga
53
forlaganna vilji, og skyldi verða tilreynt að fá pessu
kirurgikati, sem alt er á lengdina, skift í tvö umdæmi,
en f>að gekk öðruvísi! Benedikt sigldi með póstskipinu
úr Reykjavik petta eða árið áður; var pað allra mál frá
Höfn, að hann hefði lagt sig nógu djúpt niður í studer-
ingar, en forsómað hreyfingu, sem eru par pó nauðsyn-
legar, einkum peim eins heilsulinu og hann af náttúru
var, svo að nokkrum árum síðar, pegar hann átti eða
var farinn að taka embættisexamen, lagðist hann í pungri
umgangssótt og andaðist árið*)...
Þetta vor í aprílmánuði samferðuðust peir sýslumað-
ur Stephensen og Sveinn austur yfir Mýrdalssand fyrsta
sinni eftir eldgosið úr Kötlu, fóru sem efst varð austur
yfir Eldvatnið; póktist Sveinn pá merkt hafa nokkurnpart
hve til muni hafa gengið með pað hörmulega manntjón
sumarið áður. Ofarlega í Eldvatnskvíslinni, pó góðan
*) Hjer ey&a fyrir ártalið. Benedikt Bergsson, sonur sr.
Bergs Jónssonar og porbjargar Benediktsdóttur, var fæddur í
Einholti 19. april 1792, kom 14 ára f BessastaÖaskóla, útskrifað-
ist eftir 4 ár 20. mai 1809. Hann gat eigi siglt sökum strfðsins,
og faðir hans dó 1813; stundaði hann þá sveitavinnu hjá móður
sinni og öðrum. Hann var veturinn 1819—20 hjá Oddi Hjalta-
lfn, er þá var settur landlæknir, sigldi sumarið eftir og tók að
lesa læknisfræði. Hann flutti á Garð f nóvbr. 1820 og fekk þá
kommunitetsstyrkinn tvöfaldan í þrjú ár. Hann veiktist skömmu
síðar og lá tvo mánuði á Friðriksspítala, og var lengi að ná sjer.
Hann ætlaði að ganga upp til prófs 1827, en veiktist í tyfus og
lá 7 vikur í Friðriksspítala, og skömmu síðar 9 vikur í kvef-
sótt. Nokkru síðar datt hann á götu og meiddist, fekk ischias af
því, er þjáði hann mikið. Hann náði sjer þó aftur og sótti 25.
febr. 1828 um leyfi til þess að ganga undir embættispróf í lækn-
isfræði. Sumir af kennurum hans lofuðu hann fyrir iðni. En
áður en hann fekk tekið próf, andaðist hann, lfklega síðla árs
1828. Prófessor Rask mintist dauða hans 5. mars 1829 á árs-
fundi Bókmentafjelagsins. Jón Bergsson frændi Benedikts, sem
hjer er nefndur, var prestur í Einholti frá 1828—1852. Útgef.