Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 119
Bækur
119
óprentað og ófullgert, er hann ljest, meðfram af pví að
hann kannaði svo marga stigu og vann mikið til pess
að hjálpa öðrum. Hann var brautryðjandi í sínum fræð-
um og ritgjörðir hans mjög pýðingarmiklar. Instituttet
for sammenlignede kulturforskning hefur pví látið gefa
pær út og eftirmaður Moes við háskólann, prófessor Knut
Liestöl, hefur annast útgáfuna.
í ritgjörðum pessum er margt, er snertir fornsögur
vorar og pjóðsagnafræði. Slíka bók eiga öll bókasöfn á
íslandi að kaupa. Moe ritaði einstaklega ljóst og margt
er afbragðs vel og fallega sagt.
Ný bók um Færeyjar. í fyrra haust kom út ágæt
bók um ísland eftir Daniel Bruun höfuðsmann, og gat
jeg um hana í Lögrjettu 1. desember. Nú hefur Bruun
gefið út svipaða bók um Færeyjar, er heitir Fra de
færöske Bygder, Kmhöfn 1929. Gyldendal. 264 bls.
i stóru broti og með mörgum myndum. (Verð 10 kr.).
Bruun höfuðsmaður hefur farið um allar Færeyjar
til pess að rannsaka par fornmenjar, híbýli manna, siði
og venjur. Hann hefur ritað margar ritgjörðir um rann-
sóknir sínar og Færeyinga. Nú hefur hann steypt peim
saman í eina bók, á svipaðan hátt sem hann gjörði um
ísland í bók sinni „Fortidsminder og Nutidshjem". Rit
petta er hið vandaðasta og frágangurinn svipaður sem á
bók Bruuns um ísland. Dar er uppdráttur af Færeyjum
og mörgum bæjum og myndir af ýmsum fallegum stöð-
um og lifnaðarháttum Færeyinga og atvinnuvegum.
Rit petta hefst með lýsingu á Færeyjum og bygð
peirra; par næst eru nokkrir hinir helstu pættir úr sögu
Færeyinga. Annar kaflinn er um fornminjar, priðji um
byggingarhætti, fjórði um atvinnuvegi og hinn fimti um
pjóðina sjálfa.
Dað er enginn efi á pví, að bók Daniels Bruuns er
hið handhægasta og fróðlegasta rit, sem til er, fyrir pá
sem vilja kynnast Færeyjum og lifnaðarháttum og hag
eyjarskeggja í flestum greinum.
B. Th. M.