Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 11
13
Guðrún Jónsdóttir, Berufirði, S.-Múlasýslu.
Kristín Sigurhjartardóttir, Skeiði, Svarfaðardal, Eyj.
Oktavia Levoríusardóttir, Syðri-Brekkum, S.-Þing.
Þóroddur Sæmundsson, Skriðulandi, Arnarneshr., Eyj.
A sumarnámskeiði jrá 1. maí til 30. sept. voru:
Ásrún Sigurjónsdóttir, Laugum, S.-Þing.
Ingunn Árnadóttir, Akureyri.
Ingveldur Þórarinsdóttir, Bolungavík, N.-ísafjs.
Einn piltur stundaði verklegt jarðyrkunám í Gróðr-
arstöðinni, síðastliðið sumar. Einar J. Thorlacius, Öxna-
felli, Eyj.
Hvað fræðslustarfsemina áhrærir að öðru leyti, þá
hefi ég eins og áður flutt nokkur erindi um búnaðar-
mál við ýms tækifæri, svarað allmörgum fyrirspurnum,
bréflega og munnlega og annast útgáfu ársritsins.
Ýmsir hafa heimsótt stöðina til þess að kynnast til-
raunastarfinu og er heimsókn sunnlenskra bænda á
síðastliðnu vori, minnisstæðust. Því miður var ekki
hægt að skoða tilraunirnar, bæði vegna þess, að veður
var óhagstætt og tími ófullnægjandi til þess að sýna
svo fjölmennum hóp starfsemina svo að notum yrði.
Ennfremur kom hópur bænda úr S.-Þingeyjarsýslu
til að skoða starfsemina og margir fleiri.
IV. KÚABÚIÐ.
Þess var getið í síðustu skýrslu, að arður af kúabú-
inu 1937 mundi verða góður, enda reyndist hann kr.
1474.94, eða það mesta, sem hann hefir orðið. Á þessu
ári mun hann þó, af ýmsum ástæðum, reynast miklu
lakari, veldur lakara fóður, tilfærsla á burði, meiri til-
kostnaður o. fl.