Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 95
89
TAFLA XXVIII.
Mismunandi sáðmagn af fræblöndu með 50% hvítsmára.
(Verschiedene Saatmengen von Grasmischungen mit 50%
Weissklee).
Sáðmagn á ha (■Saat- menge pr ha) Heyuppskera kg/ha (Heuernte) Uppskeruhlutföll (Verhaltniszahlen)
1933 1934 1935 Meðaltal (Mittel) 1933 1934 1935 Meðaltal (Mittet)
40 kg 3968 7868 5800 5879 100 100 100 100
30 — 3868 8332 6468 6223 97 106 112 106
20 - 3368 8068 6068 5835 85 103 105 99
það skiftir því nokkuru máli, að það sé ekki notað að
óþörfu, og þar sem smárafræið er venjulega nokkuru
dýrara en grasfræið, er vitanlega þeim mun meiri
ástæða að spara fræið. Til þess, að rannsaka þetta at-
riði, var, árið 1933, byrjað á tilraun með mismunandi
sáðmagn, bæði af venjulegri grasfrœblöndu og fræ-
blöndu með 50% hvítsmára. (Sjá töflu XXVIII.).
Tilraunin er gerð í mjög vel unnu landi og hefur vit-
anlega aðeins gildi, þar sem spírunar- og váxtarskilyrð-
in eru góð, en undir þeim kringumstæðum virðist hag-
kvœmast að nota aðeins 30 kg sáðmagn á ha og jafn-
vel fullkomlega forsvaranlegt að láta 20 kg nægja, ef
vandvirkni er við höfð.
I öllum þessum tilraunum hefur smárinn haft greini-
leg og vel þroskuð rótaræxli, sem sýnir, að viðeigandi
rótarbaktería hefur verið til staðar í jarðveginum, en
þar fyrir var ekki útilokað, að smitun, með völdum rót-
arbakteríum, gæti borið árangur. (Samanber töflur
IX. og X.). Til þess að ganga úr skugga um þetta,