Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 156
151
Karlsson, skólastjóri, Hólum og Jón Sigurðsson, hrepp-
stj., Reynistað, og varamenn, þeir: Gísli Magnússon,
bóndi í Eyhildarholti, fyrir Kristján Karlsson, og Jón
Konráðsson, hreppstjóri í Bæ, fyrir Jón Sigurðsson.
Listanum fylgdi skrifleg yfirlýsing þeirra, er í kjöri
voru, að nöfn þeirra stæðu þar með þeirra samþykki.
Formaður sambandsins lýsti því þessa menn rétt
kjöma sem fulltrúa á Búnaðarþing, næsta kjörtímabil.
Tekið var fram á listanum, að það sé sameiginlegur
vilji allra fundarmanna, að varamaður Kristjáns Karls-
sonar sé Gísli Magnússon og varamaður Jóns Sigurðs-
sonar sé Jón Konráðsson.
7. Þessi erindi voru lögð fram og vísað til fjárhags-
nefndar:
a. Frá Búnaðarfélagi Óslandshlíðar, um styrk til sal-
ernabygginga og lán til efniskaupa til safnforaáburðar-
húsa.
b. Frá Búnaðarfélagi Rípurhrepps, um að B. S. S.
hafi faglærðan mann og vinnuflokk við gerð áburðar-
geymslu.
c. Erindi frá Skógræktarfél. Skagafjarðar, um 300
króna styrk úr sambandssjóði til skógræktarfélagsins.
d. Beiðni frá Sigurði Ólaíssyni, um 500 króna styrk
til kornræktar.
e. Erindi frá Jóni Sigurðssyni, Hermanni Jónssyni og
Jóni Konráðssyni, um skagfirskt byggðasafn.
Þessu erindi vísar til allsherjarnefndar.
f. Erindi frá Búnaðarfélagi Holtshrepps, um lax- og
silungsklak í Fljótaá og Miklavatni.
Vísað til allsherjarnefndar.
Fundi frestað til næsta dags.
Föstudaginn 18. mars var fundi fram haldið, og fyrir
teknar tillögur frá allsherjarnefnd.