Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 115
109
ur þeirra eru, að hvítsmárinn hefur þar vaxið til
muna lakara en hjá Ræktunarfélaginu, rauðsmárinn að
sumu leiti betur og grænfóðurbelgjurtirnar ekki gefið
fullkomlega viðunandi árangur, en það er augljóst, af
þeim upplýsingum, sem skýrslum þessum fylgdu, að
um byrjunarörðugleika er að ræða, alveg hliðstæða
þeim, sem koma greinilega fram í fyrstu tilraunum
Ræktunarfélagsins með grænfóðurbelgjurtir og er eng-
in ástæða til að óttast, að með vaxandi reynslu náist
ekki eins góður árangur, af ræktun belgjurta, á Sám-
stöðum og náðst hefur á Akureyri.
5. Samandreginn árangur tilraunanna.
Árangurinn af tilraunum Ræktunarfélags Norður-
lands, með ræktun belgjurta, á árunum 1930—38, hefur
í aðalatriðum orðið þannig.
1. Það er fullreynt, að nokkurar tegundir, fjölærra og
einærra belgjurta, má rækta hér til fóðurnota með mjög
góðum árangri, svo sem hvítsmára, rauðsmára, ertur og
flœkjur.
2. Arangur af ræktun belgjurta hér, verður yfirleitt
lélegur, eða mjög hæpinn, nema fræið, eða jarðvegur-
inn, sé smitaður með viðeigandi rótarbakteríum, þó er
smitun á smára ekki nauðsynleg, ef einhver smáraslæð-
ingur hefur vaxið áður í því landi, sem honum er sáð í,
en ef til vill er smitunin samt til bóta. (Tafla XXIX.).
3. I tilraunum þessum hefur ekkert komið í Ijós, er
bendi til þess, að veðráttufar eða jarðvegsskilyrði, séu
á nokkurn hátt því til hindrunar, að belgjurtir þessar
verði ræktaðar hér til fóðurnota með góðum árangri, ef
venjulegum rœktunarkröfum þeirra er fullnægt og
sennilega gildir hið sama um ýmsar aðrar belgjurtir,
sem enn hafa ekki verið reyndar til nokkura hlýta.