Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 145
140
kaup á útlendum áburði virðist hæpið, eins og nú þarf
að spara hinn erlenda gjaldeyrir, enda mun ódýrari
áburður fást á annan hátt. En það er byggja yfir kúa-
þvagið og nota sér það. Þvaggryfja þarf að vera á
hverjum bæ þar sem kýr eru. Með því að hirða þvagið
er verið að bjarga verðmætum, sem annars hverfa út í
veður og vind.
Víða mun framgangur þessa þjóðþrifamáls stranda á
því, að ótækt þykir að steypa gryfjur við gömul fjós,
en ekki mun alstaðar mikill kostnaður við að steypa
flór í fjósin og setja svo gryfjuna þar, sem hún kæmi
að fullum notum síðar, þegar nýtt fjós yrði bygt.
I vor byrjuðum við á að gera gróðurathuganir á tún-
um hér í Eyjafirði. Við notuðum aðferð, sem kend er
við próf. C. Raunkiær. Alls gerðum við 41 athuganir: 2
á gömlum túnum, 10 á sjálfgræðslum og 29 á sáðslétt-
um. Þetta er aðeins byrjun á miklu starfi, sem hlýtur
að taka mörg ár, ef verulegur árangur á að nást. Að
svo komnu er ekki ástæða til að birta skýrslur um
þetta, en ekki er úr vegi að minna á tvent:
1. Að vel gefast þær sáðsléttur, þar sem smári er
mikill og einnig eru menn ánægðir með sléttur, þar
sem vallhumall er að ráði finnanlegur, en hans gætir
ekki víða og virðist ástæða til að athugað væri, hvort
ekki mætti fá vallhumalsfræ í fræblöndur. 2. Að elft-
ing er illgresi í túni, og raklent tún gefur miður góða
töðu, enda munu bændur hafa næga og dýra reynslu
fyrir því. Verður því vonandi stefnt í þá átt, að láta
þurkun landsins ganga á undan ræktuninni.
10. mars 1939.
Jónas Pétursson. Eyvindur Jónsson.