Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 15
17
sumarið. Yið lok þessa hitakafla, eða um miðjan ágúst,
mátti búast við meðaluppskeru af garðjurtum, ef haust-
ið yrið sæmilega hagstætt, en þrjár frostnætur, í lok
ágústmánaðar, létu þær vonir bregðast tilfinnanlega.
Ymsar garðjurtir sluppu þó óskemdar yfir þessar frost-
nætur og náðu sæmilegum þroska, því haustið var
hagstætt. Berjatekja var þó lítil, en nokkuð þroskaðist
af ribsberjum. Kál, bæði blómkál og hvítkál, þroskaðist
líka allvel, þótt það yrði nokkuð úrgangssamt vegna
trénunar. Trénun hefur gert meira vart við sig s. 1.
sumar en oftast áður og stendur það vitanlega í sam-
bandi við tíðarfarið. Þannig mun alt að Vi af íslenskum
gulrófum hafa verið ósöluhæfur, og ennþá meira í
Gautarófum. Rússnesku rófurnar voru hinsvegar lítið
trénaðar. Rauðrófur trénuðu mikið, sömuleiðis spínat,
en það er engin ný bóla.
Blóm spruttu seint, eins og alt annað, en blómstruðu
þó flest, svo sem venja er til, þegar kom fram í ágúst.
Sem nýmæli má geta þess, að enskur maður, sem
ferðast hefur hér á landi, undanfarin sumur, sendi
hingað 6 eplatré til reynslu. Trén voru flutt inn í jurta-
pottum og munu hafa verið alt að því 1 m. á hæð. Voru
Þau látin vera í pottunum fram í sept., en þá plantað
út í garðinn, þar sem þau eiga að vaxa. Tíðarfarið,
þetta fyrsta sumar, var nú ekki sem hagstæðast fyrir
þau, enda var framförin lítil, og sennilega hafa þau
ekki verið vel undir veturinn búin. Engu verður þó
spáð um árangurinn að svo stöddu.
Ennfremur var reynt að græða stiklinga, af ýmsum
ávaxtatrjám, á reyni, en sú tilraun mun algerlega hafa
mistekist, þó lifnuðu sumir stiklingarnir við eftir á-
græðsluna, en dóu algerlega út í hinum þrálátu kuld-
um framan af sumrinu.
Trjáfræi var sáð svo sem venja er til og mun hafa
2