Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 34
36
skiljanlega, að aðrar jurtir, sem vaxa með belgjurtun-
um, geta fengið frá þeim N-næringu sína.
Sú skoðun, að rótarbakteríurnar séu í raun og veru
sýklar, styðst meðal annars við þá reynslu ýmsra til-
raunamanna, að oft kemur nokkur afturkippur í vöxt
belgjurtanna, fyrst eftir að rótarsmitun hefur átt sér
stað og að vissir stofnar, af rótarbakteríum, virðast
enga þýðingu hafa fyrir N-söflunina, heldur jafnvel
beinlínis vera til varanlegs tjóns fyrir jurtina.
Rótarbakteríurnar geta lifað langtímum saman sjálf-
stæðu lífi í jarðveginum og hafa þá venjulega strik-
eða staflögun. Hvort þær, í því ástandi, hafa nokkura
þýðingu fyrir N í jarðveginum er þó næsta vafasamt
og tilraunir í þá átt, að láta þær binda N utan belg-
jurta, ræktaðar á mismunandi næringarefnum, hafa,
svo sem rannsóknir Chr. B ar t h el s (21) sýna, borið
mjög vafasaman, eða als engan árangur.
Eftir að bakteríurnar eru komnar inn í rótarvef belg-
jurtanna og æxlin hafa myndast, vaxa þær oft mjög
mikið og fá sérkennilega lögun, greinast í endana, líkj-
ast y eða rúnastöfum. I þessari mynd nefnast þær
Bakteroider, af því menn hugðu lengi vel, að hér væri
ekki um bakteríur að ræða, heldur eitthvað sem líktist
þeim. í þessu ástandi virðist N-söfnun bakteríanna að-
allega eiga sér stað. Sennilega eru það áhrif frá jurtun-
um, sem þessari myndbreytingu valda og hefur ýmsum
tilraunamönnum, t. d. Chr. B a r th e l (22), tekist að
framkalla hana utan jurtanna, með því að láta ákveðin
basisk N-sambönd, svo sem: Kojfein, guanidin, pyridin,
og kinolin, verka á bakteríurnar.
Rótaræxlin eru mjög sérkennilegar myndanir. Litur-
inn er venjulega ljós, en lögunin mismunandi, hnöttótt
eða egglaga hjá sumum tegundum belgjurta, en meira
eða minna sepótt og óregluleg hjá öðrum. Stærð þeirra