Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 102
96
3. Tilraunir með grænfóðurbelgjurtir eða einærar
belgjurtir.
(Versuche mit einjáhrigen Griinfutterleguminosen).
Góðar og varanlegar grassléttur verða varla gerðar
nema með allmikilli jarðvinslu og nokkuð löngum und-
irbúningi. Skyndiræktunin — yfirborðsvinslan — er
engin framtíðarræktun. Okkar gamli, óhreyfði jarðveg-
ur er ýmist svo þéttur, tyrfinn eða ósléttur, að góð
vinsla og jöfnun fæst aðeins með endurteknum plæg-
ingum. Meðan verið er að fullvinna löndin, undir gras-
fræsáningu, er æskilegt, að hægt sé að rækta í þeim
einhverjar nytjajurtir, sem geta gefið góða uppskeru.
Það köllum við forrækt.
Jurtir, sem nota á í forrækt, þurfa að uppfylla eftir-
farandi skilyrði:
1. Vera fljótvaxnar, svo þær nái sæmilegum þroska í
okkar stuttu sumrum.
2. Vera góðar fóður- eða manneldisjurtir.
3. Vera árvissar.
4. Hafa bætandi áhrif á jarðveginn, svo eftirfarandi
gróðri sé hagur að ræktun þeirra.
5. Vera vanda- og kostnaðarlítið að rækta þær.
Við höfum um ýmsar jurtir að velja í þessu augna-
miði, svo sem korn, grænfóðurhafra, kartöflur og róf-
ur, en engin þeirra uppfyllir öll þessi skilyrði, en það
gera belgjurtirnar.
Þegar velja skal belgjurtir til grænfóðurræktar,
koma ertur og flækjur fyrst til greina og um ræktun
þessara tegunda, í blöndu með höfrum, hefur sá þáttur
tilraunanna, sem að grænfóðurræktinni veit, aðallega
snúist.
Fyrsta tilraunin er gerð árið 1931 með hafra, 2 teg-
undir af fóðurertum og serradellu. Á landið, sem var