Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 60
62
rétt framkvæmd ræktun belgjurta skilur að vísu eftir
nokkurn forða af N í jarðveginum, en þó er mikill
munur á því, hvort öll jurtin kemur jarðveginum að
notum eða aðeins ræturnar. F. H o n c am p (18) telur,
samkvæmt rannsóknum ýmsra tilraunamanna, að af
samanlögðu N, eftirtaldra jurta, verði eftir í rótunum
sem hér segir:
Flækjur uin 4—5% Lúpínur um 5—15% Rauðsmári um 45%
Ertur um 2—4% Hvitsmári um 28% Alsikusmári um 20-30%
Hvað flækjur, ertur og lúpínur áhrærir, er sennilega
miðað við fullþroska jurtir, en N, í rótum þessara jurta,
er vafalaust til muna meira, þegar þær eru ræktaðar
sem grænfóður. Hve auðugar rætur smárategundanna
eru af N sýnir, að þessar jurtir eru mjög heppilegar í
allri forrækt (sjá töflu V., VI. og VII.). Annars skiftir
mestu máli, þegar belgjurtir eru notaðar aðallega eða
einvörðungu til áburðar, að heildar N jurtanna sé
sem mest, þegar þær eru plægðar niður, en yfirleitt má
telja, að það fari vaxandi þar til jurtirnar eru af-
blómstraðar. J. B e ck e r-—D illin g en (19) telur, að
eftirtaldar belgjurtir hafi, við blómmyndun, safnast af
því N, sem þær innihalda við afblómstrun: Ertur 40%,
flækjur 60%, lúpínur 38%, serradella 15% og rauð-
smári 50%.
Árangurinn, af ræktun belgjurta til áburðar, verður
fyrst og fremst mældur með eftirfylgjandi uppskeru.
Um þetta eru til upplýsingar í fjölda heimilda og verð-
ur aðeins fátt eitt nefnt hér.
Tafla XVIII., sýnir árangur af niðurplægingu belg-
jurta í þýskum (19) og dönskum (37) sandjarðvegi. í
þýsku tilraununum er smáranum sáð í rúg, en lúpínun-
um eftir rúgskurð. Taflan sýnir ekki uppskeru þess árs,
sem belgjurtunum er sáð, heldur 2ja næstu ára. í
dönsku tilrauninni er belgjurtunum sáð í hafra og