Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 129
aðarskýrslur (52) ná yfir, sýna eftirfarandi meðalupp'
skeru af túnum okkar, í 100 kg heyhestum á ha.
Ár Uppsk. Ár Uppsk.
1930 36.9 1934 40.5
1931 31.0 1935 35.3
1932 36.7 1936 34.1
1933 41.0 1937 29.5 (Uppl. Hagstofunnar)
Þetta er lítil uppskera, ef til vill er hún eitthvað
hærri en fyrir 20 árum síðan, en þó er það vafasamt
og talsverðar líkur til, að hún sé lækkandi. Hækkunin
1933 og 1934 er aðeins af veðurfarslegum ástæðum.
Þetta er mjög eðlilegt, þegar þess er gætt, að síð-
ustu 20 árin höfum við aukið ræktunina um þriðjung
og þótt áburðarhirðingin hafi eitthvað batnað á þessu
tímabili og áburðarkaup aukist mikið, þá mun það
trauðla samsvara þessum ræktunarauka, þegar þess er
líka gætt, að um nýyrkju er að ræða, sem af ýmsum
ástæðum er áburðarfrekari en gömlu túnin.
Til þess að gera áburðarjafnvægi ræktunarinnar hag-
stæðara, eru þrjár leiðir:
1. Bætt hirðing og nýting þess áburðar, sem til felst
í landinu. A þessu megum við aldrei missa sjónir, en
framfarir í þessum efnum verða ávalt nokkuð hægfara
og takmarkaðar og engar líkur til, að þær geti haldist
í hendur með ræktuninni.
2. Aukin kaup tilbúins áburðar. Eg geri ráð fyrir, að
flestum kom saman um, að þessi möguleiki sé mjög
takmarkaður eins og sakir standa.
3. Ræktun belgjurta. Það er leiðin, sem er líklegust til
að hafa varanlegust og stórvirkust áhrif. Auðvitað geta
belgjurtirnar aðeins bætt úr N-skorti ræktunarinnar,
en hann er líka lang algengastur, mest áberandi og
kostnaðarsamast að bæta úr honum á annan hátt.