Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 120
114
6. Samkvœmt efnarannsóknum, reyndist fóðurgildi
belgjurtahafranna líkt og hafranna einna, en innihald
þeirra af N-samböndum 70—77% meira og af meltan-
legri eggjahvítu 50—91% meira, miðað við sama þunga.
(Tafla XXXVII.).
Að lokum má geta þess, að reynsla er fengin fyrir
því, að lúpínur, einkum fjölærar lúpínur, geta vaxið
hér prúðileqa, ef þœr eru smitaðar með rótarbakterium.
(Sjá mynd 9).
III. Nokkurar hagnýtar bendingar um ræktun
og meðferð belgjurta og hina hagfræðilegu
þýðingu þeirra.
I. Jarðvegurinn, undirbúningur hans og áburðurinn.
Heppilegasti jarðvegur fyrir belgjurtir mun, að öll-
um jafnaði, nokkuð leir- eða sandblandinn, moldríkur
jarðvegur (móajörð). Sennilega geta þó flestar þær
belgjurtir, sem við mundum rækta, vaxið sæmilega í
sandjarðvegi og vel framræstum mýrajarðvegi, sé
hann ekki súr.
Sé jarðvegurinn votur, frá náttúrunnar hendi, þarf
að ræsa hann rækilega, því rótum margra belgjurta er
eðlilegt að leita djúpt í jörð. Hvítsmári þarf þó varla
meiri framræslu en aðrar túnjurtir yfirleitt. Þéttan
jarðveg þarf að losa vel, svo aðgangur loftsins sé sem
greiðastur að rótum belgjurtanna, en það er mikilsvert
skilyrði fyrir þroskun rótaræxlanna. Hafi verið fært til
í landinu, eftir fyrstu vinslu, þarf að plægja aftur, svo
alt yfirborðið sé jafnt losað. Grænfóðurbelgjurtir geta
vaxið vel í hálfunnum jarðvegi, sé það mikið af mold,
að sæmilegt sáðbeð fáist. Hinsvegar þarf jarðvegurinn