Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 32
34
urgildi belgjurtanna, ætti að nægja til að sýna, hve
geysilega ræktunar- og fóðurfræðilega þýðingu belg-
jurtirnar hafa. Þessi áhrif þeirra koma aðallega fram
á þrjá vegu.
1. Sem beinn uppskeruauki eða sparnaður á N-áburði.
2. Sem mikið aukin N-sambönd í uppskerunni.
3. Sem verkanir á eftirfylgjandi rœktun.
3. Rótarbakteríurnar (Bacterium radicicola).
Við höfum nú séð, hve auðugar belgjurtirnar eru af
N-samböndum og hvernig þær miðla öðrum gróðri, sem
þær vaxa með, og auðga jarðveginn, sem þær vaxa í,
af þessum samböndum, en nú skulum við gera okkur
nokkura grein fyrir, hver er hin eiginlega orsök þessa
dásamlega eiginleika belgjurtanna.
Allt frá því á dögum hinna gömlu Rómverja, var
mönnum kunnugt um ræktunargildi belgjurta og þýð-
ing þeirra, í forræktun, fyrir aðrar jurtir. Menn höfðu
einnig veitt því athygli, að á rótum þeirra fundust iðu-
lega einkennilegar æxlismyndanir, án þess þó að gera
sér nokkura rétta grein fyrir eðli þeirra og þýðingu.
Það er ekki fyr en árið 1838, að franskur maður
Boussingault (18) kemst að þeirri niðurstöðu, að
belgjurtirnar, í mótsetningu við flestar aðrar ræktunar-
jurtir, geti hagnýtt N andrúmsloftsins til vaxtar, en svo
sem kunnugt er, eru um 4/5 af rúmmáli andrúmslofts-
ins N, og það er sú mikla auðlind, sem N-áburðariðnað-
ur nútímans eys af.
Kenningu Boussingault’s er þó fljótlega aftur varpað
fyrir borð, sumpart vegna annara áhrifaríkra kenninga,
sem fram komu, og sumpart vegna mishepnaðra til-
rauna, er hann sjálfur gerði.
Það er ekki fyr en 1886, að H ellri e g el og