Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 74
72
Hér hafa mest verið reyndar sænskar ,,Luddvickur“.
Þetta afbrigði er eiginlega tvíært, en vex sem einært,
sé því sáð snemma sumars. S i g ur d Rh o din (45)
telur það vel fallið til að sá með vetrarhveiti, eða
rúg, síðari hluta sumars og nota svo uppskeruna næsta
sumar sem grænfóður. Hann telur þessa flækju mjög
harðgerða, vaxa vel í öllum jarðvegi og hey af henni
innihaldi 24—28% af N-samböndum. Hún er því prýði-
leg fóðurjurt. Hér hefur reynst vel að sá henni með
höfrum í byrjun júní. Fræið er dýrt, en smátt og því
drjúgt til sánings.
8. L ú p í n u r (Lupinus), eru stórvaxnar jurtir, geta
orðið 1—2 m. á hæð, með kraftmiklum, uppréttum
stönglum og djúpum rótum. Blöðin eru stór, með löng-
um blaðstilk, fingruð, smáblöðin löng og mjó eða lensu-
laga. Blómin í lengri eða skemmri klösum. Lúpínur eru
bæði einærar og fjölærar. Til skamms tíma voru þær
einvörðungu ræktaðar til áburðar, vegna þess, að í
þeim voru ýms beiskjuefni (alkaloidar), svo sem „Lu-
pinin“ o. fl., sem ollu sjúkdómum á búfé og jafnvel
dauða.
Árið 1926, heppnaðist R. v. Sengbursch í Miincheberg
í Þýskalandi að framleiða lúpínur, sem eru því nær án
þessara skaðlegu efna og ganga undir nafninu sæt-
lúpínur og hefur síðan hepnast, bæði í Þýskalandi og
víðar, að velja sætlúpínur úr mismunandi lúpínuteg-
undum, bæði ein- og fjölærum. Þetta hefur orðið þess
valdandi, að farið er að gefa lúpínunum meiri gaum
en áður var. Fræ af sætlúpínum hefur verið því nær
ófáanlegt og ennþá er aðeins hægt að fá fræ af ein-
ærum tegundum.
Vegna þess, hve stórvaxnar lúpínurnar eru, geta þær
gefið mjög mikla uppskeru og safnað miklu N. Talið er,
að þær vaxi best í sendnum jarðvegi, geti tileinkað sér