Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 126
120
þroskamikið. í seinna slætti kemur smárinn mest í ljós,
aðallega vegna þess, að grassprettan er hægari eftir 1.
slátt, heldur en fyrri hluta sumarsins, svo smárinn á
auðveldara með að keppa við hana. Á mjög þroska-
miklum smárasléttum, getur verið ástæða til að slá 3
sinnum fyrstu árin, til þess að tryggja útbreiðslu og
endingu smárans.
Smáragras má þurka á venjulegan hátt, þó er mjög
slæmt, ef grasið liggur lengi á sléttunum, því það getur
valdið varanlegum skemdum á smáranum. Þarf þá að
hreyfa grasið oft og reyna að koma því í föng eða drýlí
svo fljótt, sem mögulegt er. Öruggast er vitanlega að
þurka á hesjum, en það mun þó varla verða gert í stór-
um stíl fyrst um sinn.
Belgjurtagrænfóður er hæfilegt að slá, þegar hafr-
arnir eru að mynda öx, skríða, sem kallað er og belg-
jurtirnar að blómstra. Þarf helst að velja saman teg-
undir þannig, að þessi þroskastig fylgist að.
Ertu- og flækjuhafra er örðugt að þurka, þó er
sennilega auðveldara að þui’ka hafra, blandaða belg-
jurtum, en eina sér. Best er að þurka belgjurtagræn-
fóður á hesjum og mun láta nærri, að þurfi um 20
venjulega hesjustaura fyrir grænfóður, sem gefur 10
hestburði þurra. Sé grænfóðurræktin ekki í því stærri
stíl, ætti þetta að vera kleyft og áreiðanlega, eins og
sakir standa, hagkvæmasta og ódýrasta meðferðin á
því, þar sem það er ekki notað til fóðurs jafnótt og það
er slegið. Hesjuefni, fyrir 20 hesta af þurru grænfóðri,
mundi kosta kr. 60.00—70.00, en það getur enst í mörg
ár með sæmilegri meðferð. Uppsetning hesjanna er
auðveld og mjög fljótgert að láta belgjurtagrænfóður
á þær. (Sjá mynd 15).
Belgjurtaríkt gras, eða grænfóður, er ekki vel fallið
til votheysgerðar með venjulegum aðferðum. Þær