Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 158
153
félags íslands, athugi á næstkomandi vori og sumri
möguleika fyrir fiskirækt í Fljótaá og Miklavatni í
Holtshreppi, og einnig í öðrum ám og vötnum í hérað-
inu, og leggi álit hans og tillögur fyrir næsta aðalfund
Búnaðarsambandsins“. Samþykt í einu hljóði.
e.Útvegun kartöfluútsæðis: Framsögumaður Björn L.
Jónsson lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Fundurinn óskar eftir, að stjórn B. S. S. kynni sér
eftir föngum, hvort jarðeplaskortur er í héraðinu til
útsæðis, og ef svo er, að úr því verði bætt eftir pönt-
unum frá búnaðarfélögum". Samþykt í einu hljóði.
9. Þá kom fyrir fundinn álit og tillögur fjármála-
nefndar.
a. Kornrækt: Framsögum. Gísli Magnússon lagði
fram þessa tillögu:
„Að 2. liður fjárhagsáætlunar orðist svo: „Til kaupa
á byggsáði kr. 300.00. Til verðlauna fyrir góðan árang-
ur í kornyrkju kr. 300.00“. Ætlast nefndin til, að þeir
sem fá byggsáð, greiði það hálfu verði“. Samþykt.
b. Skógrækt: Framsögumaður Gísli Magnússon lagði
fram svohljóðandi tillögu:
„Til Skógræktarfélags Skagafjarðar kr. 150.00, enda
haldi félagið upþi námsskeiði í skóggræðslu, og láti
búnaðarfélögum í té vitneskju um það í tíma, hvenær
námsskeiðið hefst, svo þeim gefist kostur á að senda
þangað nemendur“. Samþykt.
í sambandi við þetta mál flutti frk. Rannveig Líndal
stutt erindi, og skýrði frá störfum og stefnu Skógrækt-
arfélags Skagafjarðar.
c. Kartöflugeymsla: Framsögum. Gísli Magnússon
flutti þessa tillögu:
„Við b.-lið fjárhagsáætlunar, gjaldamegin, komi svo-
hljóðandi athugasemd: Upphæð þessi veitist með þvi
skilyrði, að búnaðarfélögum gefist kostur á geymslu á