Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 29
31
TAFLA VI.
Samanburður á rýgresi og rýgresi + hvítsmára.
Holsterbro 1926 Ötoftegaard 1930-32 meðaltal 3ja ára
N- áburð- ur Grasuppskera 100 kg/ha N- áburð- ur Uppskera 100 kg/ha
kg/ha Rý- gresi Smári Sam- tals kg/ha Pur- efni N- samb.
Rýgresi Rýgresi+hvítsmári 280 280 80 112 61 80 173 400 0.0 56.35 56.75 5.4 13.0
Tilraunin við Holsterbro sýnir, að þrátt fyrir það,
þótt borin séu á 280 kg af N-áburði, sem er vitanlega
hagstæðara rýgresinu heldur en smáranum, þá eykur
smárinn, samt sem áður, rýgresisuppskeruna um Vs,
auk þess, sem hann sjálfur gefur fullkomlega þriðjung
heildaruppskerunnar. Tilraunin á Ötoftegaard sýnir
hinsvegar, að smáraíblöndunin jafngildir fullkomlega,
hvað þurefnisuppskeruna áhrærir, 400 kg af N-áburði,
en gefur auk þess um 2.5 sinnum meiri N-sambönd í
uppskerunni.
Mjög mikilsvert atriði, í sambandi við ræktun belg-
jurta, eru eftirverkanirnar, eða sá forði af nothæfri N-
næringu, sem þær skilja eftir í jarðveginum og komið
getur eftirfarandi gróðri að notum. Hefur þegar verið
minst lítið eitt á þetta í sambandi við hvítsmára (sjá
töflu V.), en smári virðist yfirleitt hafa mjög miklar
eftirverkanir.
Tafla VII. sýnir þetta enn frekar, en það er útdráttur
úr skýrslu O.Permans og E. Manells (15), um til-
raunir, með eftirverkanir af ertum og flækjum, á til-