Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 43
45
bakteríunum nauðsynleg. Það hefur og sýnt sig, að
rótaræxli myndast ekki, eða á mjög ófullkominn hátt,
á belgjurtum, sem vaxa í myrkri og séu jurtirnar látn-
ar vera í myrkri um lengri tíma, eftir að rótaræxlin
eru mynduð, hætta æxlin að vaxa og bakteríurnar haga
sér sem sýklar, sennilega vegna þess, að mótstaða jurt-
anna er lömuð.
5. Jurtanœring og jarðvegssúr. Hvað þessi atriði á-
hrærir, þá falla þarfir rótarbakteríanna og belgjurt-
anna svo algerlega saman, að erfitt er að greina á milli.
Alt sem eykur vöxt og viðgang jurtanna, stuðlar líka
að auknum þrótti bakteríanna og þroska rótaræxlanna.
Þó hefur N-áburður hér nokkura sérstöðu. Hann getur
eðlilega fullnægt N-þörf jurtanna, en virðist tvímæla-
laust, í mörgum tilfellum, draga úr starfsemi rótar-
bakteríanna og vexti æxlanna. Þýðing og viðgangur
rótarbaktería virðist því mestur, í jarðvegi snauðum af
auðleystri N-næringu. Verða þessi atriði rædd nánar
í næsta kafla.
4. Áburðarþörf og vaxtarskilyrði belgjurta.
Kalí- (KoO), fosfórsýru- (P2Os) og kalk- (CaO) -þörf
belgjurta, er yfirleitt talin allmikil og að þessi efni
skorti ekki í jarðveginn, er skilyrði fyrir því, að jurt-
irnar nái eðlilegum þroska og geti með hjálp rótar-
bakteríanna hagnýtt N andrúmsloftsins. Hve mikil
þörfin fyrir þessi næringarefni er, fer þó bæði eftir teg-
undum og á hvaða þroskastigi á að hagnýta jurtimar.
J. B e c k e r-D i l li n g e n (19) telur, að miðað við ha.
lands, noti meðaluppskera af ertum, flækjum og rauð-
smára, í kg. af þessum 3 næringarefnum, eftir því á
hvaða þroskaskeiði jurtirnar eru skornar, svo sem sýnt
er á töflu XI.