Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 44
46
TAFLA XI.
Nœringarþörf belgjurta á mismunandi þroskaskeiði,
miðað við ha.
Tegund belgjurta Við blómstur byrjun Við afblómstrun Við fræþroskun
K2O kg P2O5 kg Ca 0 kg K2 O kg P2O5 kg CaO kg K2 0 kg P2O5 kg Ca O kg
Ertur 54.0 13.5 60.0 90.0 29.7 127.5 74.7 45.0 150.0
Flækjur 30.0 19.8 68.7 60.0 33.0 125.0 LO O O 29.7 112.5
Rauðsra. 96.0 27.5 110.0 160.0 50.0 200.0
Hér á landi mundu belgjurtirnar aðallega verða
slegnar sem- grænfóður, eða til heyverkunar, á
tímabilinu frá blómsturbyrjun til afblómstrunar, eða
áður en næringarþörfin hefur náð hámarki, en yfirleitt
má þó ganga út frá, að nota þurfi talsvert af kalí- og
fosfórsýruáburði við ræktun belgjurta. Yfirleitt er talið,
að belgjurtir þurfi mikið kalk, en allmisjafnt er það
þó, hve miklar kröfur þær gera til þessa næringarefnis
og til eru þær tegundir belgjurta, sem vaxa illa í kalk-
auðugum jarðvegi (Gular lúpínur). Það er og vafa-
samt, hvort næringarþörf belgjurtanna, fyrir kalk, er
eins mikil og tafla XI. sýnir, því það er sitthvað, hvað
jurtirnar geta notað af efni, sem nóg er til af og hvað
þær komast af með, ef efnið er takmarkað. Oft getur
verið erfitt að greina á milli, hvort þörf belgjurtanna
fyrir kalk er heldur sú, að þær noti það sem næringu,
eða það skapi þeim hagkvæmari vaxtarskilyrði, við að
auka bakteríustarfsemi og metta jarðsúr.
Næringarefnaþörfin gefur vitanlega ekki rétta hug-
mynd um áburðarþörfina, sem verður að miðast við
ásigkomulag og efnainnihald jarðvegsins, en rannsókn-