Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 56
58
undir öllum kringumstæðum, tiltakanlega viðkvæmar
fyrir súr jarðvegsins, eða það séu fleiri samverkandi
faktorar, sem valda, þegar svo reynist. Ymislegt bendir
til, að belgjurtirnar séu engu síður viðkvæmar fyrir
basisku ástandi í jarðveginum.
Að öllu samanlögðu mun þó mega telja, að heppileg-
ast sýrustig, fyrir flestar belgjurtir, liggi milli pH 6—7,
en það er það sýrustig, sem mun langalgengast í ís-
lenskum jarðvegi. Þannig fann J ak ob H. Lín dal
(35) við rannsóknir á sýrustigi í íslenskum jarðvegi:
Tala
rannsókna PH undir 5.5 5.5—6.0 6.0—7 yfir 7.0
Tún og vall- lendi 383 0.0 5 370 8
Mýrar og flóar 179 4 39 136 0
Leirtegundir 88 29 59
F. S t e e nb j e r g og P. Gunnarsson (36) kom-
ust að mjög líkum niðurstöðum, en samkvæmt þeirra
rannsóknum, sem reyndar eru of fáar, einkum fyrir
mýrarnar, virðist jarðvegur nokkuru súrari á Suðurlandi
en á Norðurlandi. Súr í íslenskum jarðvegi mun yfir-
leitt lítill og aðallega bundinn við votan jarðveg, en
minkar tiltölulega fljótt, þegar jarðvegurinn er ræstur
fram. Af þessum ástæðum er góð framræsla nauðsynleg
við ræktun belgjurta, en líka vegna þess, að margar
belgjurtir hafa mjög djúpgengar rætur og þar sem
efnatökuafl þeirra er mikið, geta þær sótt næringu sína
til torleystra efnasambanda í dýpri jarðlögum og greitt
rótum annara jurta leið, ef þær ekki hindrast af vatni
og vöntun á lofti.