Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 128
122
til rúms hér í nágrannalöndunum síðustu árin. Hjá
Ræktunarfélagi Norðurlands hefur vothey verið verk-
að á þennan hátt í 6 sumur og gefist prýðilega. Sá galli
er þó á gjöf Njarðar, að þótt sýran, sem nota þarf, kosti
úti í Danmörku aðeins 15—17 aura líterinn, þá kostar
hver lítri hingað kominn, með umbúðum, farmgjaldi,
álagningu o. fl. 60—80 aura. Enginn vafi er þó á því,
að hægt er að lækka þennan kostnað, líklega um helm-
ing eða meira, og er því ekki útilokað, að aðferð þessi,
sem vafalaust ber af annari votheysverkun, geti átt
framtíð hér á landi. (Sjá mynd 16).
Ennfremur má gera ráð fyrir, að í framtíðinni geti
vélþurkun á belgjurtagrasi líka komið til greina, t. d.
við jarðhita eða rafmagn. Erlendis er t. d. lúsernugras
mikið verkað á þennan hátt, en hin hagfræðilega af-
koma vélþurkunar byggist meðal annars allmikið á því,
að sá gróður sem þurka á, sé sem eggjahvíturíkastur og
gefi sem verðmætast hey. Sumar aðferðir við vélþurk-
un gera það kleyft að varðveita eggjahvítuefni belg-
jurtanna án teljandi taps eða breytinga.
4. Hin hagfræðilega þýðing þess að rækta belgjurtir.
Eg geri ráð fyrir, að af því, sem þegar hefur verið
ságt, megi flestum vera ljós þýðing belgjurtanna fyrir
landbúnaðinn, en ég vil þó, í stuttu máli, rökstyðja
þetta atriði lítið eitt nánar.
Þýðing belgjurta í ræktuninni er tvíþætt, annarsveg-
ar eru áhrif þeirra á N-jafnvægi jarðvegsins, en hins-
vegar áhrif þeirra á fóðurverðmæti uppskerunnar.
Það er nokkurnveginn 'víst, að ræktun okkar er ekki
í áburðarjafnvægi, eða öllu heldur, hún fær ekki þann
áburð, sem er nauðsynlegur til þess, að hún geti gefið
sæmilega örugga uppskeru. Síðustu 8 árin, sem Bún-