Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 57
59
5. Mismunandi ræktun belgjurta.
Við getum flokkað þær belgjurtir, sem ræktaðar eru
hér í nágrannalöndunum, í þrent, eftir því, hver er
höfuðtilgangurinn með ræktun þeirra. Ef til vill er
réttara að segja, að við getum talað um 3 takmörk, í
sambandi við ræktun belgjurta, en þau eru:
1. Frcerœkt, annaðhvort í þeim tilgangi að framleiða
fræ til fóðurs og manneldis, eða þá til útsæðis.
2. Gras- og grœnfóffurrœkt, fyrst og fremst í þeim
tilgangi að framleiða hagkvæmt og ódýrt fóður handa
búfénaði.
3. Áburffarræktun, þar sem aðal- eða eini tilgangur-
inn með ræktun belgjurtanna er sá, að auðga jarðveg-
inn af N og lífrænum efnum.
Við skulum nú athuga þessi 3 ræktunartakmörk dá-
lítið og þá fyrst og fremst með hliðsjón af hérlendum
skilyrðum.
Um frærækt af belgjurtum get eg verið fáorður. Það
eru litlar líkur til þess, að frærækt af belgjurtum til
fóðurs, geti hér kept við belgjurtir í graslendis- og
grænfóðurrækt og um frærækt af þeim til matar eða
útsæðis, er alt á huldu, svo tæplega verður nokkuru
þar um spáð. Við getum því algerlega eftirlátið fram-
tíðinni að leiða líkur að því, hvaða möguleikar séu á,
að hagnýta belgjurtir hér á þennan hátt. Það er þó
vitað, að fljótvöxnustu tegundir af grænum ertum geta
hér, í veðurblíðustu sveitum, náð fullum þroska í
mörgum árum og að smári og umfeðmingur geta borið
hér fullþroskuð fræ, en frjógun, þessara síðasttöldu teg-
unda, virðist vera mjög ábótavant, hvað sem þvi
veldur.
Sú ræktun belgjurta, sem vafalaust hefur langmesta
hagfræðilega þýðingu fyrir okkur, er hagnýting þeirra
í graslendi og grænfóðri. Jurtirnar eru þá slegnar á