Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 98
92
því í mörgum tilfellum að teljast nauðsynleg og í öllum
tilfellum góð öryggisráðstöfun.
Af þeim graslendisbelgjurtum, sem reyndar hafa ver-
ið í þessum tilraunum, er það aðeins hvítsmárinn, sem
gefið hefur góðan árangur og fyrir okkar varanlegu
grasrækt hefur hann líka langsamlega mesta þýðingu.
Maríuskórinn getur eðlilega ekki vaxið án smitunar,
en hún hefur ekki verið reynd. Rauðsmárinn vex nokk-
uð, en als ekki vel, en vegna þess, hve hann er stórvax-
inn, gæti hann haft nokkura þýðingu, þrátt fyrir það,
þótt ekki sé hægt að reikna með uppskeru af honum
nema 3 fyrstu árin. Nú getur verið mikill munur á
rauðsmáraafbrigðum, t. d. fljótvöxnum og seinvöxnum,
en í tilraunum þeim, sem nefndar hafa verið, var not-
að fremur fljótvaxið afbriðgi. Til þess að rannsaka
þetta frekar, var, árið 1937, gerð tilraun með saman-
burð á nokkrum rauðsmáraafbrigðum. Smáranum var
sáð með vallarfoxgrasi, sinn helmingur af hvoru, og
flækjuhöfrum til skjóls. Skjólsáðið óx mikið og var of
seint slegið og síðastl. sumar óx vallarfoxgrasið smár-
anum alveg yfir höfuð. Smárans gætti því lítið og vaxt-
armunur varð enginn í tilrauninni. Athugun á smáran-
um, í seinna slætti, sýndi eftirfarandi útbreiðslu. (Tafla
XXX.).
Þrjár fyrstu tegundirnar eru seinvaxnar, sú 4 meðal-
seinvaxin, sú 5 fljótvaxin.
Þessi athugun virðist benda til þess, að allmikill
munur sé á þoli tegundanna og að þær seinvöxnu séu
líklegri til vaxtar hér. En ástæðurnar til þess, að
reynslan, af ræktun rauðsmára, er ekki betri, geta ver-
ið margar (samanber töflu XX.).
Aður en eg hverf frá tilraunum þeim, sem gerðar
hafa verið með graslendisbelgjurtir, vil eg geta um
eina athyglisverða tilraun, sem byrjað var á s.l. sumar