Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 17
Ólafur Jónsson:
BELGJURTIR
Þýðing þeirra og hagnýting í íslenzkri jarðrækt.
(Zusammenfassung auf Deutsch).
INNGANGUR.
Ræktun belgjurta, eða jurta af ertublómaættinni,
verður að teljast nýmæli í íslenzkri jarðrækt, því það
er fyrst nú allra síðustu árin, að tekist hefir að sýna fram
á, með óyggjandi rökum, að hægt sé að rækta slíkar
jurtir hér með verulega hagnýtum árangri. Tilraunum,
með ræktun belgjurta, er að vísu ennþá skamt á veg
komið, en þó það langt, að full vissa er fengin um rækt-
unarhæfni nokkura tegunda og miklar líkur til, að
áframhaldandi tilraunir, með ræktun þeirra, beri miklu
víðtækari árangur.
Allur fjöldi þeirra manna, sem ræktun stunda hér á
landi, munu vera næsta ófróðir um belgjurtir, eðli
þeirra, eiginleika, vaxtarþörf og þýðingu þá, er þær
hafa fyrir ræktun og fóðuröflun yfirleitt. Þessvegna
hefi eg ráðist í það að semja ritgerð þessa, ef orðið
gæti til að auka almenna þekkingu á þessu máli, sem
vafalaust er eitt hið þýðingarmesta fyrir ræktun lands-
ins. Eg mun fyrst og fremst gefa nokkurt yfirlit um
belgjurtir alment, eiginleika þeirra og notagildi, og
styðst eg þar aðallega við erlendar rannsóknir og
reynslu. Síðan mun eg skýra frá okkar eigin reynslu
og hvaða ályktanir megi af henni draga, því þrátt fyrir
það, þótt hinar innlendu tilraunir séu ennþá fáar og að
ýmsu leyti ófullkomnar, þá hafa þær þó þegar borið
2*