Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 72
70
gefið sæmilegt fóður sé hún slegin snemma. Talin harð-
gerð, en þolir illa súran jarðveg. Oft ræktuð sem undir-
gróður í korni til áburðar. Hefur ekki verið reynd hér.
4. G ullk ollur (Anthyllis vulneraria), er tvíær frem-
ur smágerð jurt, sem fyrra árið myndar blaðhvirfingar
af stilkuðum, oft ósamsettum rótarblöðum. Blómstöngl-
ainir myndast síðara árið, þeir eru oft fleiri saman,
með samsettum, fjöðruðum blöðum og gulum blóm-
höfðum. Jurt þessi vex vilt hér S.V.-lands, getur senni-
lega vaxið hér ræktuð, en er lítið reynd. Oft sáð í korn
sem undirgróður til áburðar. Þolir vel þurk og súran
jarðveg.
5. Rauðtoppur (Onobrytchis sativa), er allstórvax-
in jurt með djúpum rótum. Jurtin er fjölær. Stönglarnir
uppréttir með fjöðruðum blöðum, 6—12 smáblaðasam-
stæður í hverju blaði. Blómin í klösum. Jurt þessi er
ekki mikið ræktuð, en var reynd hér, á fyrstu árum
Ræktunarfélags Norðurlands, með góðum árangri, að
því er Sigurður S i g urð s s on (43) telur.
6. E rtur (Pisum), eru allstórvaxnar jurtir með linum
stönglum, sem liggja við jörð, nema þeir hafi aðrar
stinnari jurtir að styðjast við. Þær hafa fjaðurskift blöð,
smáblöðin fá og endablöðin ummynduð í gripþræði.
Axlablöðin mjög stór. Blómin venjulega 2 og 2 saman,
með ýmsum litum eftir tegundum. Ertur eru einærar
og vegna þess, hve fljótvaxnar þær eru og blaðríkar,
eru þær vel fallnar til grænfóðurræktar. Ertur eru
taldar kalkelskar, en geta annars vaxið í flestum jarð-
vegi, sem ekki er of þéttur eða þur. Ertum má skifta
í tvo flokka:
A. Matertur (P. sativa), með gulum eða grænum fræ,-
um. Aðallega ræktaðar til fræþroskunar.
B. Fóðurertur (P. arvense) (sjá litmynd), með grá-
um eða mærnuðum fræum og eru þær best fallnar til