Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 59
61
2) Belgjurtirnar ræktaðar sem ísáning, eða undirgróður,
í vetrarkorni eða fljótvöxnu vorkorni og er þá gengið
út frá, að kornið verði slegið það snemma sumars, að
belgjurtirnar geti, eftir kornskurðinn, náð allmiklum
þroska, áður en þær eru plægðar niður að haustinu, en
auk þess fæst á þennan hátt talsvert af belgjurtagrasi
í kornhálminum, sem eykur fóðurgildi hans, jafnframt
því, sem belgjurtirnar að nokkuru leyti fullnægja
áburðarþörf kornsins. í fyrra tilfellinu eru helst notað-
ar einærar, stórvaxnar belgjurtir, svo sem lúpínur, en í
síðara tilfellinu má nota ýmsar tegundir belgjurta, svo
sem rauðsmára, gullkoll og smálúsernur. (Medicago
lupulinu).
Aðaltilgangurinn með þessari ræktun er að auðga
jarðveginn af N-samböndum og moldmyndandi efnum,
en auk þess hafa belgjurtirnar oft mjög hagkvæm áhrif
á torleyst efnasambönd jarðvegsins og geta leyst, úr
ýmsum steintegundum, margfalt meiri jurtanæringu,
en t. d. korntegundirnar (sjá töflu XII.). Þá hafa marg-
ar belgjurtir, svo sem áður hefur verið getið, mjög
langar og sterkar rætur, sem brjóta sér leið gegnum
þétt jarðlög, alt niður í 2ja metra dýpi, greiða þannig
fyrir rótum annara jurta og loftrásinni í jarðveginum,
sem örfar aftur öll efnaskifti hans. Þannig fann A.
Schultz—Lupitz (18), að rætur kartafla lengdust
úr 40—45 cm í 120 cm og rúgs úr 40 cm í 90—100 cm,
þegar þessar jurtir voru ræktaðar á eftir lúpínum.
Vel sprottnar belgjurtir, sem plægðar eru niður í
jarðveginn, geta aukið moldmyndunina geysilega og
hefur það sérstaklega þýðingu fyrir moldarsnauðan
jarðveg, svo sem sand- og leirjörð. Rotnun jurtanna
fylgir líka mikill lífverugróður og ör efnaskifti í jarð-
veginum, auk þess, sem honum getur hlotnast, á þenn-
an hátt, N-forði, sem skiftir hundruðum kg á ha. Öll