Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 81
75
ana, eru mjög í molum, en samkvæmt upplýsingum
Sigurðar Sigurðssonar og E i n a r s H e l g a-
sonar (43, 47), virðist svo sem sumar tegundir belg-
jurta hafi gefið mjög viðunandi árangur, einkum í
Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands. Þær tegund-
ir, sem þar eru taldar hafa gefið besta raun, eru: Rauð-
smári, hvítsmári, gullkollur, rauðtoppur og fjöl&.rar
lúpínur. í Gróðrarstöð Búnaðarfélagsins í Reykjavík,
virðist árangurinn að ýmsu leiti lakari. Þó eru rauð-
smári og hvítsmári taldir geta vaxið sæmilega, enn-
fremur fóðurflækja, hestabaunir (V. faba) og fóður-
ertur. Um það, hvort þessar belgjurtir hafi borið rótar-
æxli, er ekki rætt og um smitun er yfirleitt ekki að
ræða. Þó er þess getið, að í Gróðrarstöðinni í Reykjavík
hafi verið reynt að smita með bakteríumold, en árang-
urslaust.
Á þessum niðurstöðum byggist það vafalaust, að í til-
lögum um grasfræblandanir (48), á árunum 1909—1914,
er lagt til að nota um 10—17% af belgjurtafræi, þar af
allt upp í 10% af hvítsmárafræi. Þetta virðist þó ekki
hafa gefið góða raun, því smátt og smátt dregur úr
belgjurtafræinu í sáðblöndunum og er aðeins orðið
2,5% af hvítsmára, þegar kemur fram um 1926 og
reyndar horfið með öllu úr sumum fræblöndum.
Svipað má segja um grænfóðurbelgjurtirnar, þótt
sumar þeirra virðist hafa reynst sæmilega, í fyrstu til-
raunum gróðrarstöðvanna, þá leggjast tilraunir með
þær alveg niður og í reglulegri grænfóðurrækt voru
þær aldrei notaðar.
Þótt alltaf öðru hvoru sé verið að fitja upp á nýjum
tilraunum með belgjurtir, virðast þær allar hafa farið
í mola og engan árangur hafa borið, og þegar kemur
fram yfir 1920, virðist því vera slegið nokkurnveginn
föstu, að belgjurtir geti ekki þrifist hér til neinna veru-