Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 142
II. SKÝRSLA STARFSMANNA.
Síðastliðið ár vorum við tveir starfsmenn hjá B. S. E.
Störfin eru orðin nokkuð umfangsmikil og aukast með
ári hverju. Nú eru 260 kúaeigendur í S. N. E. og voru
gerðar fyrir þá 7720 fitumælingar á mjólk og er það
842 fleira en árið 1937. Skýrslur komu yfir 1435 kýr
árið 1937, þar af 904 fullmjólka.
Þessar 904 fullmjólka kýr mjólkuðu að meðaltali
2702,2 kg. mjólk, með 3,60% fitu, eða 9731 fitueiningar
og er það ca. 50 kg. mjólk, 0,02% fita, eða 230 fituein-
ingum hærra en árið 1936. Þetta er ekki stór framför,
en þó í áttina. Skýrslur fyrir árið 1938 eru ekki full-
gerðar ennþá, en sennilega verður um einhverja hækk-
un þar að ræða einnig.
Nautgripa-kynbótastarfsemin er hér enn á byrjunar-
stigi og kýr því mjög misjafnar. Þessvegna verður að
leggja mikla áherslu á, að undan lélegustu kúnum séu
ekki aldir lífkáfar og að allra lélegustu kýrnar hverfi.
Með bættri meðferð á kúnum, mun og mega auka
hreinan arð þeirra nokkuð. Kýr geldast oft nokkuð
mikið við umskiftin haust og vor og er ástæða fyrir
bændur að hugleiða, hvort kýrnar borgi ekki eins vel
eða betur kjarnfóður þá, en að vetrinum. Grænfóður
gæti einnig hjálpað seinnipart sumars og haust. Forðist
að láta kýrnar leggja mikið af og geldast, hvort það er
vetur eða sumar.
Á síðastliðnu sumri voru nautgripasýningar haldnar
hér í sýslunni og lögðum við nokkra vinnu í undirbún-
ing þeirra, og annar okkar mætti á öllum sýningunum.
A þessum sýningum fengu fyrstu verðlaun: