Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 82
legra hagsbóta, og þótt haldið væri áfram að blanda
örlitlu smárafræi (2—3%) í grasfræblöndurnar, er
þetta meira gert af fastheldni við gamla venju, en af
því, að þessi smári beri nokkurn sýnilegan árangur.
Þegar svo aftur, 1930, er byrjað á skipulögðum til-
raunum með belgjurtir hjá Ræktunarfélagi Norður-
lands, þá lágu til þess eftirfarandi ástæður:
1. Áburðartilraunir á nýræktarsáðsléttum sýndu, að
þessar belgjurtasnauðu nýræktir kröfðust mjög mikils
N-áburðar, ef þær áttu að gefa viðunandi uppskeru.
2. Vegna ófullnægjandi upplýsinga, var hvorki hægt
að vita til fulls um, né byggja á, hinum gömlu tilraun-
um og reynslu með ræktun belgjurta.
3. Að svo miklu leyti, sem hægt var að gera upp og
gagnrýna fyrstu tilraunirnar með ræktun belgjurta, þá
gáfu þær ástæðu til að álykta, að árangurinn hefði í
sumum tilfellum orðið meiri, en ríkjandi álit ræktun-
armanna bar vott um. Þannig var sáð, í Gróðrarstöð
Ræktunarfélagsins 1906, 3 mismunandi grasfræblönd-
um, með 9—36% af smára (hvítsmára, rauðsmára
og Alsikusmára) og 3 fræblöndum með 18—24%
af maríuskó og gullkolli (49). Maríuskórinn hafði
engin áhrif, dó strax út, og gullkollurinn, sem er
aðeins tvíær, gat ekki haft mikil áhrif, það má því
líta á þessar 3 síðasttöldu fræblöndur sem venjulegar
grasfræblöndur án belgjurta.
Uppskeran varð, að meðaltali næstu 3 árin, í 100 kg
heyhestum af ha.
Meðaltai 3ja smárablanda Meðaltal 3ja grasfræblanda án smára
1907 1908 1909 1907 1908 1909
25.4 28.8 50.8 19.2 18.4 29.7
Það er varla hægt að álykta öðruvísi, en að sá vaxt-
arauki, sem smárablöndurnar gefa, í þessari tilraun,