Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 18
20
þann árangur, sem getur haft verulega þýðingu og gerir
það nauðsynlegt, að ræktunarmenn alment fylgist sem
best með því rannsóknarstarfi, sem verið er að vinna
á þessu sviði.
Efni þessarar ritgerðar verður aðallega takmarkað
við fóðurbelgjurtir, þ. e. þær tegundir belgjurta, sem
mest koma til greina í venjulegri grasrækt og grænfóð-
urrækt, þar sem ætla má, að hagnýting okkar, á belg-
jurtunum, verði aðallega innan þeirra takmarka og sér-
staklega mun eg ræða um þær tegundir, sem reynslan
þegar hefir sýnt, eða miklar líkur benda til, að við get-
um ræktað með góðum hagnaði.
Eg geng þess eigi dulinn, að hagnýting belgjurta al-
mennt er nokkurum vandkvæðum háð. Tilraunirnar
sýna, að ræktun belgjurta getur mistekizt af ýmsum
ástæðum og hve víðtækt gildi, sú tilraunareynsla hefur,
sem hér verður skýrt frá, er lítið rannsakað. Mér er
það vel kunnugt, að ýmsir hafa reynt ræktun belgjurta
með miður góðum árangri, en því geta, og hafa vafa-
laust oft valdið mistök, sem hægt var að forðast. Við
getum ekki læknað sjúkdóm, sem við ekki þekkjum og
vitum ekki hvernig orsakast, og við getum ekki frem-
ur ræktað jurtir, með góðum árangri, nema við þekkj-
um eðli þeirra og þarfir.
Eg hefði kosið að geta stutt mál mitt með víðtækarí
reynslu og tilraunum, heldur en nú eru tök á, en eg
hika þó ekki við að rita all ítarlega um þetta efni, ef
leitt gæti til þess, að þeim, sem ræktun belgjurta hefir
valdið vonbrigðum, yrði það ljóst, hvað mistökunum
olli, en hinir, sem eiga eftir að reyna ræktun þessara
jurta, gætu fremur sneitt hjá að steyta á sama skeri.