Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 162
Í57
14. Prá meirihluta allsherjamefndar kom fram þessi
tillaga:
„Fundurinn lítur svo á, að aldrei verði ofrík áhersla
lögð á hverskonar ráðstafanir, er miða að því, að hefta
útbreiðslu mæðiveikinnar, og telur, sem einn aðal-
lið varnanna, val þeirra manna, er vörsluna hafa á
hendi, og með tilliti til hagsmunalegrar aðstöðu þeirra,
virðist rétt, að taka til greina þann vilja, sem ríkjandi
er meðal fjáreigenda á ósýkta svæðinu, um að verð-
irnir séu valdir þaðan. — Fundurinn skorar því á
framkvæmdastjóra héraðsvarnanna, að hlutast til um,
að verðirnir séu yfirleitt búsettir fjáreigendur austan
Héraðsvatna".
2. „Fundurinn telur það óhæfu, ef horfið yrði að því
ráði, að leyfa fjáreigendum vestan Héraðsvatna að hafa
sauðfé sitt í heimahögum yfir sumartímann meðfram
hinni ákveðnu varnarlínu Við Héraðsvötn. Skorar fund-
urinn því á framkvæmdastjóra héraðsins, að beita sér
ákveðið gegn því“.
Fyrri till. samþ. með 21 : 6 atkv. Síðari liðurinn samþ.
með 17 : 3 atkv.
Svohljóðandi tillaga kom fram frá Sigurmon Hart-
mannssyni, Kolkuósi:
„Fulltrúafundur bænda í Búnaðarsamb. Skagfirðinga
að Sauðárkróki 18. mars, telur mæðiveikina það alvar-
legt mál bændastéttarinnar, að nauðsyn beri til að það
verði tekið tryggari tökum, en þegar hefir verið gert,
og álítur, að engin leið sé til varnar hinum ósýkta
hluta landsins, önnur en sú, að gera þegar á þessu ári,
sauðlaust belti yfir þvert landið, þar sem mæðiveiki-
nefnd telur öruggast, og hafa síðan fjárskifti í þeim
héruðum, er næst liggja aðalvarnarlínunni, enda sé áð-
ur full trygging fyrir, að hvorki stafi sýkingarhætta
frá högum, húsum eða heyjum“. Samþ. með 10 : 8 atkv.