Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 103
97
fremur ófrjór móajarðvegur, voru borin 50 þús. kg af
mykju á ha og auk þess dálítið af superfosfati og kalí
Arið 1932, er ennfremur gerð tilraun með mismun-
andi sáðblöndu aj höfrum og ertum, þá voru borin á
60—70 þús. kg af mykju á ha og plægð niður. Árangur
þessara tilrauna sést á töflu XXXII.
Erturnar spruttu allvel í byrjun, en er leið á, báru
hafrarnir þær algerlega ofurliði, svo þeirra gætti lítið
í uppskerunni, nema þar, sem þær voru einráðar eða
því sem næst. Serradellan spratt þó ennþá lakar en ert-
urnar. Ekki varð séð, að belgjurtirnar hefðu nokkur
áburðaráhrif á hafrana, ekki einu sinni þar, sem notað
var fjórfalt sáðmagn af ertum á móts við hafra. Til-
raunirnar bera þetta með sér: Ertuíblöndunin dregur
yfirleitt úr uppskerunni og því meir sem hún er meiri.
Af þessu og sérstaklega því, að rótaræxli fundust ekki
á belgjurtunum, þótti sýnt, að jurtir þessar yrðu svo
aðeins ræktaðar með árangri, að þær væru smitaðar
með rótarbakteríum.
Árið 1934, var því gerð ný tilraun með ertur og
nokkurar tegundir af flækjum, i blöndu með höfrum
og belgjurtafrœið smitað, áður en því var sáð. Ertun-
um og einni flækjutegundinni (Luddvickum) (Vida
villosa) var sáð bæði smituðum og ósmituðum, en auk
þess voru reyndar tvær tegundir af fóðurflækjum (V.
sativa), en aðeins smitaðar, verða þær nefndar hér A
og B. (Sjá töflu XXXIII.).
I þessari tilraun gefa belgjurtirnar greinilegan vaxt-
arauka en smitunin engan, sem varla er von, því engin
rótarœxli fundust, þrátt fyrir ítrekaða leit. Smitunin
hafði á einhvern hátt mistekist. Annars gaf tilraunin
öll mikla uppskeru og var hlutdeild hafranna í henni
algerlega yfirgnæfandi. Sama dag og sáð var í tilraun-
ina, var sáð höfrum og ertum í dálítinn blett skamt frá
7