Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 155
150
út steini og torfi, þuíheyshlöður, úr steini og törfi og
öðru efni, svo og heyvinnuvélar, jarðræktarvélar og
flutningatæki.
4. Ólafur Jónsson, ráðunautur, flutti erindi um bygg-
ingar, framræslu, sléttunaraðferðir og girðingar um
tún og garða, hvatti hann til meiri vandvirkni í þeim
efnum, en veiið hefir. Erindið var þakkað með lófa-
taki.
Nokkrar fyrirspurnir komu fram til fyrirlesarans
um ýms atriði erindisins, og svaraði hann þeim greið-
lega.
5. Starfsemi samb. og fjárhagsáætlun á yfirstandandi
ári. Framsögumaður Jón Sigurðsson, Reynistað.
Sambandsstjórnin hafði gert uppkast að fjárhags-
áætlun fyrir þetta ár, og skýrði hann hana lið fyrir lið.
Nokkrar umræður urðu í sambandi við áætlunina
en að þeim loknum kom fram tillaga um að kjósa 7
manna fjárhagsnefnd, og var það samþykt. Kosningu í
nefndina hlutu:
Hermann Jónsson, Jóhann Sigurðsson, Gísli Magnús-
son, Steindór Benidiktsson, Jón Arngrímsson, Haraldur
Júlíusson, Sigurmon Hartmannsson.
Þá voru kosnir 7 menn í allsherjarnefnd, þeir:
Jóhannes Kristjánsson, Magnús Gíslason, Jón Jóns-
son, Sölvi Sigurðsson, Páll Erlendsson, Pétur Sighvats,
Björn L. Jónsson.
í ferðalaganefnd voru kosnir:
Jón Gunnlaugsson, Árni Sveinsson, Magnús Helgason.
6. Kosning til Búnaðarþings.
Formaður lýsti því yfir, að komið hefði fram aðeins
einn listi, með tveimur aðalmönnum og tveimur vara-
mönnium fyrir næsta kjörtímabil, undirritaður af öllum
fulltrúum sambandsfundarins, og voru tilnefndir og
studdir til kosninga, sem aðalmenn, þeir: Kristján