Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 93
87
jerði hefur því tiltölulega minni áhrif á smáraslétturn-
ar heldur en á smáralausu slétturnar.
Árið 1932—1933, var gerð tilraun með samanburð á
haust og vorsáningu á grasfræblöndu og smárablöndu.
Reyndir voru 3 haustsáðtímar og bornir saman við vor-
sáningu. Hvað grasfræblönduna áhrærði, þá reyndist
haustsáningin yfirleitt betur en vorsáningin, þótt mun-
urinn væri ekki mikill og hyrfi fljótt. Hvað smára-
blönduna áhrærir, varð þetta með nokkuð öðrum hætti.
(Tafla XXVII.). Septembersáningin hefir gefist nokkru
lakar en vorsáningin, en októbersáningin hinsvegar dá-
lítið betur. Þetta hlýtur að liggja í því, að í september-
sáningunni spírar smárafræið stráx að haustinu, en
fræplönturnar eru svo smáar og veikbygðar, að þær
þola ekki veturinn. í októbersáningunni spírar fræið
hinsvegar lítið fyr en næsta vor, svo þar verða minni
afföll á smáranum, að þau höfðu þó orðið nokkur,
sýndu athuganir á gróðrinum fyrstu árin og kemur
þetta greinilega í ljós á uppskerunni í 2. slætti, því það
er fyrst á 3ja og 4 ári, að smárinn hefur náð nokkurn-
veginn fullri útbreiðslu í haustsáðu liðunum, en grasið
verður þróttmeira, fyrsta árið, eftir haustsáninguna og
kemur það aðallega í ljós í 1. slætti það ár.
Þrátt fyrir það, þótt þessi tilraun sýni dálítinn hag af
októbersáningunni, samanborið við vorsáninguna, sýnir
hún lika, að þetta getur brugðið til beggja vona, því
haldist góð tíð og jörð þýð nokkurn tíma eftir sáning-
una, svo smárafræið spíri, að meira eða minna leiti, er
óhagur að haustsáningunni. Það mun því mega teljast
öruggast að sá smárafræi að vorinu. Þess má og geta,
að haustsáðar sléttur þurfa mjög nákvæma meðferð,
næsta vor eftir sáningu, ef gróðurinn á ekki að bíða
stórhnekkir.
Grasfræ er allverulegur kostnaðarliður í ræktuninni,